Styðja leikhúsin kynlífsdýrkun? 15. október 2004 00:01 Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar