Innlent

Sagðist vera systir sín

Tæplega þrítug kona var dæmd, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka ölvuð og þykjast vera systir sín þegar lögreglan stöðvaði hana. Systurinni var birt ákæra í málinu en veitti því ekki sérstaka athygli fyrr en síðar og fékk hún upplýsingar um að systir hennar hefði notað nafnið hennar í heimildarleysi. Henni var lofað að málinu yrði kippt í liðinn en næst vissi systirin af málinu þegar henni var birtur dómur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×