Erlent

Spá öflugum fellibyljum árið 2005

Búist er við því að fjöldi fellibylja í Atlantshafi á næsta ári verði yfir meðallagi. Þetta kemur fram í spá veðurfræðinga við Ríkisháskólann í Colorado í Bandaríkjunum. Aldrei hefur fjárhagslegt tjón vegna fellibylja verið jafnmikið og á þessu ári. William Gray, veðurfræðingur við háskólann í Colorado, segir að sú þróun sem hafi verið undanfarin ár muni halda áfram á næsta. Fellilbyljum muni fjölga og eyðileggingin aukast samfara því. Alþjóðleg nefnd velur nöfn og viðheldur listum yfir heiti fellibylja í Atlantshafi. Því er spáð að ellefu stormar muni fá nafn á næsta ári og að minnsta kosti sex þeirra verði að fellibyljum. Af þessum sex er því spáð að þrír verði virkilega öflugir. Þá eru taldar um 70 prósenta líkur á því að einn af þeim þremur stóru muni ganga inn á meginland Bandaríkjanna. Fellibyljatímabilið hefst 1. júní ár hvert og lýkur 30. nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×