Gengi dollars lækkar enn 7. desember 2004 00:01 Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Á alþjóðavettvangi eru nokkrar áhyggjur vegna falls dollarsins, einkum gagnvart evrunni. Er svo komið að evrópski seðlabankinn og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hátt gengi evrunnar væri vandamál. Fjárfestar virðast hins vegar ákveðnir í að losa sig við sem mest af dollurum og því lækkar gengi enn. Gagnvart krónunni er dollarinn einnig mjög veikur. Fyrir hádegi var sölugengið 62 krónur og 40 aurar en var á föstudag rúmlega 63 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka nemur lækkun morgunsins 0,31 prósenti. Mikil lækkun dollarsins ætti að hafa nokkra vöruverðslækkun í för með sér en enn sem komið er virðist sem að einungis amerískir bílar hafi lækkað í verði - annað ekki. Einkum hefur þar verið litið til matvöru en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru á síðasta ári 8,8% matvæla flutt inn frá Bandaríkjunum og 7% neysluvarnings. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Á alþjóðavettvangi eru nokkrar áhyggjur vegna falls dollarsins, einkum gagnvart evrunni. Er svo komið að evrópski seðlabankinn og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hátt gengi evrunnar væri vandamál. Fjárfestar virðast hins vegar ákveðnir í að losa sig við sem mest af dollurum og því lækkar gengi enn. Gagnvart krónunni er dollarinn einnig mjög veikur. Fyrir hádegi var sölugengið 62 krónur og 40 aurar en var á föstudag rúmlega 63 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka nemur lækkun morgunsins 0,31 prósenti. Mikil lækkun dollarsins ætti að hafa nokkra vöruverðslækkun í för með sér en enn sem komið er virðist sem að einungis amerískir bílar hafi lækkað í verði - annað ekki. Einkum hefur þar verið litið til matvöru en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru á síðasta ári 8,8% matvæla flutt inn frá Bandaríkjunum og 7% neysluvarnings.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira