Ekki 75%-skilyrði 1944 13. júní 2004 00:01 Þjóðaratkvæðagreiðslan - Mörður Árnason Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýðveldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skilyrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist einfalds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst ¾ kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst ¾ atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðslan yrði óháð þessum uppsagnarákvæðum. Lögskilnaðarmenn svokallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bundust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátttöku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslaganna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði "liggja milli hluta". Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþingistíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.–20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt um atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síðan 1908. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan - Mörður Árnason Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýðveldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skilyrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist einfalds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst ¾ kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst ¾ atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðslan yrði óháð þessum uppsagnarákvæðum. Lögskilnaðarmenn svokallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bundust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátttöku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslaganna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði "liggja milli hluta". Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþingistíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.–20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt um atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síðan 1908.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar