Forsetaembættið ekki pólitískara 19. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hann ætli ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. Hann segist ekki hafa hannað þá atburðarás sem færði fjölmiðlafrumvarpið í hendur forseta Íslands. Hann segir tal um vanhæfi sitt vegna Norðurljósa ævintýralega vitleysu. Ólafur Ragnar segir að þjóðin hafi æðsta vald í stjórnskipan landsins, ekki þingið. Hann neitar því að hafa varpað sprengju inn í íslenskt þjóðlíf með því að neita að undirrita fjölmiðlalögin. „Allt tal um stjórnkerfiskreppu og upplausn í þjóðfélaginu í kjölfar þessarrar ákvörðunar minnar er auðvitað, sem betur fer, út í hött,“ segir Ólafur Ragnar. „Þjóðinni líður ágætlega og menn vinna sig í gegnum það verkefni sem þjóðaratkvæðagreiðslan er. Varðandi þingræðið þá nota sumir það í alrangri merkingu. Það er auðvitað vont ef áhrifamenn eru ekki með grunnhugtök á hreinu í þessari umræðu. Þingræði merkir að ríkisstjórnin þurfi að styðjast við meirihluta Alþingis eða þingið að þola ríkisstjórnina þannig að ákvörðun mín er engin atlaga að þingræðinu. Þvert móti er það upphaf íslensku stjórnarskrárinnar að Alþingi og forsetinn fari saman með löggjafarvaldið,“ segir Ólafur Ragnar. Aðspurður hvort Ólafi Ragnari finnist sú gagnrýni réttmæt, sem hann hefur fengið fyrir að hafa engin samráð haft við ríkisstjórnina vegna ákvörðunar sinnar, segir hann svo ekki vera því þessa ákvörðun eigi forsetinn að taka einn. „Þetta er ábyrgð sem forsetinn tekur á sig einn þegar þjóðin kýs hann. Ef hann ætti að fara að hafa samráð, hvar ætti þá að draga þau mörk?“ segir Ólafur Ragnar. Þegar fréttamaður spurði forsetann hvernig hann hafi skýrt formönnum stjórnarflokkanna frá ákvörðun sinni, í ljósi þess að þeir hafi sagt ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu, segist Ólafur Ragnar lítið geta gert í því. „Á blaðamannafundinum var ég fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar vegna þess að ég var að færa þjóðinni þann rétt sem hún hefur samkvæmt stjórnarskránni. Ég var hvorki að færa ríkisstjórninni né ríkisráði rétt.“ Spurður, hvernig samband sitt og ríkisstjórnarinnar sé, segir Ólafur Ragnar það hafa verið „mjög gott og mjög farsælt á undaförnum átta árum. Við höfum átt fjölmarga árangursríka og góða fundi. Það geta hins vegar komið upp mál þar sem sjónarmið og ábyrgð forsetans er önnur en vilji og ábyrgð ríkisstjórnar. Það er eðli okkar stjórnskipunar og þess vegna er gert ráð fyrir málskotsréttinum í stjórnarskránni.“ Varðandi meint vanhæfi, sem Ólafur Ragnar hefur verið sakaður um í fjölmiðlafrumvarpsmálinu vegna tengsla sinna við Norðurljós, segir hann svo ekki vera á nokkurn hátt. „Mér finnst allt þetta tal um tengsl við Norðurljós vera sérkennilegt og furðulegt - og satt að segja svo vitlaust - að ég hef eiginlega ekki nennt að svara því,“ segir Ólafur Ragnar. Sú fullyrðing, að forstjóri Norðurljósa hafi verið formaður framboðsfélags hans árið 1996, segir forsetinn að sé alröng því það hafi verið Guðrún Katrín heitin, eiginkona Ólafs Ragnars, sem hafi verið formaður félagsins. „Þá hefur verið sagt að hann hafi verið kosningastjóri. Það er líka rangt,“ segir Ólafur Ragnar. Ennfremur segir forsetinn þær aðdróttanir, að kosningabarátta hans fyrir átta árum hafi verið fjármögnuð af Norðurljósum, rangar og þá meðal annars vegna þess að fyrirtækið hafi ekki verið til þá. Aðspurður hvort Ólafur Ragnar ætli sér að gera forsetaembættið pólitískara en áður, meðal annars með ákvörðun sinni um að undirrita ekki fjölmiðlalögin, segist hann ekki ætla sér það og tekur fram að það hafi ekki verið hann sem bjó til þá atburðarás sem átti sér stað þar til hann fékk lögin í sínar hendur. „Ég tók við því sem aðrir sköpuðu með þeirri atburðarás sem þeir ýttu úr vör,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hann ætli ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. Hann segist ekki hafa hannað þá atburðarás sem færði fjölmiðlafrumvarpið í hendur forseta Íslands. Hann segir tal um vanhæfi sitt vegna Norðurljósa ævintýralega vitleysu. Ólafur Ragnar segir að þjóðin hafi æðsta vald í stjórnskipan landsins, ekki þingið. Hann neitar því að hafa varpað sprengju inn í íslenskt þjóðlíf með því að neita að undirrita fjölmiðlalögin. „Allt tal um stjórnkerfiskreppu og upplausn í þjóðfélaginu í kjölfar þessarrar ákvörðunar minnar er auðvitað, sem betur fer, út í hött,“ segir Ólafur Ragnar. „Þjóðinni líður ágætlega og menn vinna sig í gegnum það verkefni sem þjóðaratkvæðagreiðslan er. Varðandi þingræðið þá nota sumir það í alrangri merkingu. Það er auðvitað vont ef áhrifamenn eru ekki með grunnhugtök á hreinu í þessari umræðu. Þingræði merkir að ríkisstjórnin þurfi að styðjast við meirihluta Alþingis eða þingið að þola ríkisstjórnina þannig að ákvörðun mín er engin atlaga að þingræðinu. Þvert móti er það upphaf íslensku stjórnarskrárinnar að Alþingi og forsetinn fari saman með löggjafarvaldið,“ segir Ólafur Ragnar. Aðspurður hvort Ólafi Ragnari finnist sú gagnrýni réttmæt, sem hann hefur fengið fyrir að hafa engin samráð haft við ríkisstjórnina vegna ákvörðunar sinnar, segir hann svo ekki vera því þessa ákvörðun eigi forsetinn að taka einn. „Þetta er ábyrgð sem forsetinn tekur á sig einn þegar þjóðin kýs hann. Ef hann ætti að fara að hafa samráð, hvar ætti þá að draga þau mörk?“ segir Ólafur Ragnar. Þegar fréttamaður spurði forsetann hvernig hann hafi skýrt formönnum stjórnarflokkanna frá ákvörðun sinni, í ljósi þess að þeir hafi sagt ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu, segist Ólafur Ragnar lítið geta gert í því. „Á blaðamannafundinum var ég fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar vegna þess að ég var að færa þjóðinni þann rétt sem hún hefur samkvæmt stjórnarskránni. Ég var hvorki að færa ríkisstjórninni né ríkisráði rétt.“ Spurður, hvernig samband sitt og ríkisstjórnarinnar sé, segir Ólafur Ragnar það hafa verið „mjög gott og mjög farsælt á undaförnum átta árum. Við höfum átt fjölmarga árangursríka og góða fundi. Það geta hins vegar komið upp mál þar sem sjónarmið og ábyrgð forsetans er önnur en vilji og ábyrgð ríkisstjórnar. Það er eðli okkar stjórnskipunar og þess vegna er gert ráð fyrir málskotsréttinum í stjórnarskránni.“ Varðandi meint vanhæfi, sem Ólafur Ragnar hefur verið sakaður um í fjölmiðlafrumvarpsmálinu vegna tengsla sinna við Norðurljós, segir hann svo ekki vera á nokkurn hátt. „Mér finnst allt þetta tal um tengsl við Norðurljós vera sérkennilegt og furðulegt - og satt að segja svo vitlaust - að ég hef eiginlega ekki nennt að svara því,“ segir Ólafur Ragnar. Sú fullyrðing, að forstjóri Norðurljósa hafi verið formaður framboðsfélags hans árið 1996, segir forsetinn að sé alröng því það hafi verið Guðrún Katrín heitin, eiginkona Ólafs Ragnars, sem hafi verið formaður félagsins. „Þá hefur verið sagt að hann hafi verið kosningastjóri. Það er líka rangt,“ segir Ólafur Ragnar. Ennfremur segir forsetinn þær aðdróttanir, að kosningabarátta hans fyrir átta árum hafi verið fjármögnuð af Norðurljósum, rangar og þá meðal annars vegna þess að fyrirtækið hafi ekki verið til þá. Aðspurður hvort Ólafur Ragnar ætli sér að gera forsetaembættið pólitískara en áður, meðal annars með ákvörðun sinni um að undirrita ekki fjölmiðlalögin, segist hann ekki ætla sér það og tekur fram að það hafi ekki verið hann sem bjó til þá atburðarás sem átti sér stað þar til hann fékk lögin í sínar hendur. „Ég tók við því sem aðrir sköpuðu með þeirri atburðarás sem þeir ýttu úr vör,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira