Innlent

19 þúsund fleiri á kjörskrá

Hátt í nítján þúsund fleiri verða á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar núna, en voru fyrir síðustu forsetakosningar árið 1996. Þetta er fjölgun upp á tæp tíu prósent. Samkvæmt kjörskrárstofni sem Hagstofan hefur unnið fyrir sveitarfélögin til að semja kjörskrár eftir, mega 213.553 kjósa núna. Aðeins fleiri konur, eða rúmlega 107 þúsund, en tæplega 107 þúsund karlar. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 8.860, eða rétt rúm fjögur prósent og hefur fjölgað um rúmlega þúsund frá síðustu kosningum, eða um rúm 14 prósent . Kjósendum með lögheimili hér á landi hefur fjölgað um 17.750 sem er 9,5% fjöglun. Nýir kjösendur sem í fyrsta sinn mega kjósa til forseta, eru 34,500 eða rúmlega 16 prósent allra kjósenda . Nú styttist óðum í kosningarnar, sem haldnar verða á laugardag og samkvæmt skoðanakönnunum virðast úrslit þegar ráðin, því fylgi við Ólaf Ragnar hefur mælst yfirgnæfandi meira en við hina tvo frambjóðendurna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×