Jafnvægi fasteigna og kaupmáttar 22. júní 2004 00:01 Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun. Mikil umræða hefur verið um svokallaðar eignabólur á fasteignamörkuðum víða um heim. Fasteignaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum líkt og í nágrannalöndunum. "Hækkunin hér endurspeglar leiðréttingu og hversu mikið kaupmáttur hefur hækkað hér á landi," segir Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi segir mikla fylgni á milli kaupmáttar og húsnæðisverðs. "Rannsóknir sýna að fjölskyldur eyða nokkuð svipuðu hlutfalli af launum sínum í húsnæði." Hann segir fleiri þætti koma við sögu svo sem þróun langtímavaxta. "Flestir eru þeirrar skoðunar að langtímavextir muni fara lækkandi í vestrænum á næstu árum. Það þýðir að flestir ættu að vera tilbúnir að taka hærri lán." Í Bretlandi og á Spáni hafa menn töluverðar áhyggjur af því að eignaverð muni lækka í snöggri verðleiðréttingu. Fasteignaverð hefur hækkað langt umfram kaupmátt launa. Líkur á verðleiðréttingu húsnæðis í þessum löndum eru því margfallt meiri en hér á landi. Meðal hagfræðinga eru þær raddir uppi að hugsanlega sé hækkun húsnæðisverðs komin til að vera. Fólk sé einfaldlega tilbúið að verja stærri hluta tekna sinna til kaupa á húsnæði. Tryggvi segir að það hafi komið þeim á óvart eftir mikla umræðu um að hækkun fasteignaverðs sé farið úr böndum og lækkun sé óumflýjanleg, að sjá að húsnæði er í jafnvægi við kaupmáttinn þegar horft sé yfir lengra tímabil. Hann segir að þumalputtareglan til dæmis í Bandaríkjunum sé sú að fólk kaupi húsnæði sem kosti þriggja ára laun. "Þetta hlutfall er núna komið í fimm í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með fimm milljónir í árstekjur eru þá að kaupa 25 milljón króna húseignir." Tryggvi segist vel skilja áhyggjur breska Seðlabankans af fasteignaverði. Miðað við þær forsendur sem Tryggvi og Axel gefa sér í leitinni að jafnvæi fasteignamarkaðar þyrfti húsnæðisverð að lækka um 25 prósent í Bretlandi miðað við hlutfall launa og fasteignaverðs eins og það hefur verið að meðaltali síðustu 20 ár. Hér á landi þyrfti óverulega lækkun til þess að ná þessu hlutfalli. "Þetta er því nánast í jafnvægi og ekki rétt að tala um verðhækkanir fasteigna á Íslandi með sama hætti og eðlilegt er að ræða um slíkar hækkanir í löndum þar sem hækkun fasteigna hefur farið verulega fram úr hækkun launa." Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ekki er jafnrík ástæða til þess að hafa áhyggjur af hækkun húsnæðisverðs hér á landi og í mörgum nágrannaríkjanna. Þetta er niðurstaða Tryggva Þórs Herbertssonar og Axels Hall, hagfræðinga á Hagfræðistofnun. Mikil umræða hefur verið um svokallaðar eignabólur á fasteignamörkuðum víða um heim. Fasteignaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum líkt og í nágrannalöndunum. "Hækkunin hér endurspeglar leiðréttingu og hversu mikið kaupmáttur hefur hækkað hér á landi," segir Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi segir mikla fylgni á milli kaupmáttar og húsnæðisverðs. "Rannsóknir sýna að fjölskyldur eyða nokkuð svipuðu hlutfalli af launum sínum í húsnæði." Hann segir fleiri þætti koma við sögu svo sem þróun langtímavaxta. "Flestir eru þeirrar skoðunar að langtímavextir muni fara lækkandi í vestrænum á næstu árum. Það þýðir að flestir ættu að vera tilbúnir að taka hærri lán." Í Bretlandi og á Spáni hafa menn töluverðar áhyggjur af því að eignaverð muni lækka í snöggri verðleiðréttingu. Fasteignaverð hefur hækkað langt umfram kaupmátt launa. Líkur á verðleiðréttingu húsnæðis í þessum löndum eru því margfallt meiri en hér á landi. Meðal hagfræðinga eru þær raddir uppi að hugsanlega sé hækkun húsnæðisverðs komin til að vera. Fólk sé einfaldlega tilbúið að verja stærri hluta tekna sinna til kaupa á húsnæði. Tryggvi segir að það hafi komið þeim á óvart eftir mikla umræðu um að hækkun fasteignaverðs sé farið úr böndum og lækkun sé óumflýjanleg, að sjá að húsnæði er í jafnvægi við kaupmáttinn þegar horft sé yfir lengra tímabil. Hann segir að þumalputtareglan til dæmis í Bandaríkjunum sé sú að fólk kaupi húsnæði sem kosti þriggja ára laun. "Þetta hlutfall er núna komið í fimm í Bandaríkjunum. Þeir sem eru með fimm milljónir í árstekjur eru þá að kaupa 25 milljón króna húseignir." Tryggvi segist vel skilja áhyggjur breska Seðlabankans af fasteignaverði. Miðað við þær forsendur sem Tryggvi og Axel gefa sér í leitinni að jafnvæi fasteignamarkaðar þyrfti húsnæðisverð að lækka um 25 prósent í Bretlandi miðað við hlutfall launa og fasteignaverðs eins og það hefur verið að meðaltali síðustu 20 ár. Hér á landi þyrfti óverulega lækkun til þess að ná þessu hlutfalli. "Þetta er því nánast í jafnvægi og ekki rétt að tala um verðhækkanir fasteigna á Íslandi með sama hætti og eðlilegt er að ræða um slíkar hækkanir í löndum þar sem hækkun fasteigna hefur farið verulega fram úr hækkun launa."
Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira