Ráðherrar á faraldsfæti 23. júní 2004 00:01 Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira