Ný og víðtækari Idol-stjörnuleit 24. júní 2004 08:00 Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september Idol Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september
Idol Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“