Menning

Skortur á samskiptum

Ný könnun sem gerð var af ráðningarþjónustu í Bandaríkjunum sýnir að bæði starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja telja skort á opnum samskiptum. Stjórnendur og starfsmenn voru spurðir hvað ylli neikvæðum vinnuanda. 52 prósent stjórnenda og 30 prósent starfsmanna sögðu að skortur á samskiptum væri helsti þátturinn í neikvæðum áhrifum á vinnustaðaandann. Önnur algengasta ástæðan væri að starfsmenn fengu ekkert hrós fyrir vel unnin störf. Könnunin var unnin með 150 stjórnendum í þúsund stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna og 571 starfsmönnum, átján ára eða yfir. Aðrar ástæður fyrir neikvæðum vinnuanda voru undirstjórnendur og of mikið vinnuálag í langan tíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×