Styrkleikamæling á fylgi Ólafs 25. júní 2004 00:01 "Ef við gefur okkur að auðir seðlar verði tíu prósent, er ljóst að forsetinn er ekki lengur óumdeilanlegt sameiningartákn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um forsetakosningarnar í dag. "Á hinn bóginn," bætir hann við, "þýðir slíkt hlutfall auðra seðla ekki að forsetinn sé orðinn venjulegur stjórnmálamaður. Ef svo væri mætti gera ráð fyrir að andstaðan við hann væri mun meiri." Ólafur segir ljóst að ef margir skili auðu sé það fyrst og fremst gert til að lýsa yfir óánægju með Ólaf Ragnar Grímsson og sérstaklega ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Ólafur vil þó ekkert segja um hvað megi túlka sem sigur fyrir Ólaf Ragnar og hvað ekki. "Þetta er mikið álitamál og það túlkar það hver fyrir sig." Ólafur segir tvo óvissuþætti vera athyglisverðasta í kosningunum í dag; í fyrsta lagi fjöldi auðra seðla og í öðru lagi hversu mikil kjörsókn verður. Við venjulegar kringumstæður, þar sem úrslitin virðast fyrirfram ljós megi gera ráð fyrir minni kjörsókn en ella, til dæmis eins og gerðist árið 1988. Hins vegar sé ekki bara verið að kjósa um frambjóðendurna þrjá. "Margir hvetja fólk til að mæta og skila auðu sem mótmæli við gjörðum Ólafs og ef sá hópur nær miklum hljómgrunni má búast við að kjörsókn aukist. Þetta verður því einhvers konar styrkleikamæling á fylgi Ólafs meðal þjóðarinnar, þó hann hafi enga alvöru keppinauta." Ólafur telur þó erfitt að meta áhrif þessara breyta, en segir að margir auðir seðlar væru dæmi um virkt lýðræði. Um hina frambjóðendurna segir Ólafur að þeir að allt það fylgi sem þeir fá megi túlka sem góða útkomu fyrir þá. Ólafur hefur sagt að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert embættið pólitískara með því að beita málskotsréttinum og telur mikla óvissu ríkja um þróun embættisins í nánustu framtíð. "Það virðist ljóst að eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna verður rætt um hvort breyta eigi hlutverki forsetans í lögum og stjórnarskrá. Það er ómögulegt að segja á þessu stigi hver sú þróun verður." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
"Ef við gefur okkur að auðir seðlar verði tíu prósent, er ljóst að forsetinn er ekki lengur óumdeilanlegt sameiningartákn," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um forsetakosningarnar í dag. "Á hinn bóginn," bætir hann við, "þýðir slíkt hlutfall auðra seðla ekki að forsetinn sé orðinn venjulegur stjórnmálamaður. Ef svo væri mætti gera ráð fyrir að andstaðan við hann væri mun meiri." Ólafur segir ljóst að ef margir skili auðu sé það fyrst og fremst gert til að lýsa yfir óánægju með Ólaf Ragnar Grímsson og sérstaklega ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Ólafur vil þó ekkert segja um hvað megi túlka sem sigur fyrir Ólaf Ragnar og hvað ekki. "Þetta er mikið álitamál og það túlkar það hver fyrir sig." Ólafur segir tvo óvissuþætti vera athyglisverðasta í kosningunum í dag; í fyrsta lagi fjöldi auðra seðla og í öðru lagi hversu mikil kjörsókn verður. Við venjulegar kringumstæður, þar sem úrslitin virðast fyrirfram ljós megi gera ráð fyrir minni kjörsókn en ella, til dæmis eins og gerðist árið 1988. Hins vegar sé ekki bara verið að kjósa um frambjóðendurna þrjá. "Margir hvetja fólk til að mæta og skila auðu sem mótmæli við gjörðum Ólafs og ef sá hópur nær miklum hljómgrunni má búast við að kjörsókn aukist. Þetta verður því einhvers konar styrkleikamæling á fylgi Ólafs meðal þjóðarinnar, þó hann hafi enga alvöru keppinauta." Ólafur telur þó erfitt að meta áhrif þessara breyta, en segir að margir auðir seðlar væru dæmi um virkt lýðræði. Um hina frambjóðendurna segir Ólafur að þeir að allt það fylgi sem þeir fá megi túlka sem góða útkomu fyrir þá. Ólafur hefur sagt að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert embættið pólitískara með því að beita málskotsréttinum og telur mikla óvissu ríkja um þróun embættisins í nánustu framtíð. "Það virðist ljóst að eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna verður rætt um hvort breyta eigi hlutverki forsetans í lögum og stjórnarskrá. Það er ómögulegt að segja á þessu stigi hver sú þróun verður."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira