Kosningar í dag 26. júní 2004 00:01 Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira