Innlent

Hefur ótvírætt umboð frá þjóðinni

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið ótvírætt umboð frá þjóðinni til að gegna áfram forsetaembættinu. Hann bendir á að meirihluti þjóðarinnar hafi hafnað þeim málflutningi að forsetinn hefði ekki rétt til að skjóta málum til þjóðarinnar. Svanur segir auðvelt að túlka atkvæði þeirra sem fóru og kusu í forsetakosningunum í gær, en erfiðara sé að túlka hvað þeir voru að hugsa, sem ekki fóru á kjörstað. Hann segir að af þeim sem kusu hafi tveir þriðju kosið Ólaf þrátt fyrir að hart hafi verið að honum sótt og linnulausar árásir hefðu staðið að honum allt frá því í janúar. S vanur bendir á að forsætisráðherra hafi efast um rétt forsetans til að skjóta málum til þjóðarinnar og um hæfi hans til að beita sér í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann segir augljóst af þessum kosningum að meirihluti þjóðarinnar sé ekki sammála forsætisráðherra. Hafi Ólafur með kosningunum fengið ótvírætt umboð frá þjóðinni að beita sér eins og hann hefur gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×