Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku 28. júní 2004 00:01 Starfshópur ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur heimilt að setja skilyrði um hana en að þau verði að vera hófleg. Nefndin hafnar hugmyndum um 75% þátttöku og að 2/3 hluta þurfi til að nema fjölmiðlalögin úr gildi. Ríkisstjórnin skipaði fyrr í mánuðinum starfshóp fjögurra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar þess að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin svokölluðu. Nefndin hefur skilað af sér skýrslu og kynnti hana opinberlega í dag. Meðal þess sem skoðað var var hvort að heimilt væri að setja einhver skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Niðurstaðan var sú að það væri heimilt en því hóflegri sem þau skilyrði væru, því betra og líklegra væri að þau stæðust. Nefndin hafnar hugmyndum sem nefndar hafa verið um að 75% kosningaþátttöku þurfi og aukinn meirihluta, þ.e. 2/3, til að fella lögin. Starfshópurinn telur að lagasetning sé nauðsynleg en að þau lög þurfi að vera almenn en ekki sértæk fyrir þetta mál. Þá telur hann að atkvæðagreiðsla fari fram eigi síðar en tveimur mánuðum eftir synjun staðfestingar laga og ekki seinna en þremur vikum eftir að lög um þjóðaratkvæðagreiðslu taki gildi. Allir sem hafi kosningarétt í þingkosningum hafi kosningarétt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og að dómsmálaráðuneytið dreifi upplýsingariti með lögunum inn á hvert heimili í landinu. Þá vill starfshópurinn að kjörseðillinn verði einfaldur og skýr og einfaldlega verði spurt þannig að svarið sé annað hvort „já, fjölmiðlalögin eiga að halda gildi sínu“, eða „nei, fjölmiðlalögin eiga að falla úr gildi“. Þá leggur starfshópurinn til að t.d.verði miðað við 50% kosningaþátttöku eða að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin úr gildi. Karl Axelsson, formaður starfshópsins, segir málið lögfræðilega flókið enda engin fordæmi sem auðvelt sé að vísa í sem og umdeilt meðal lögfræðinga. Hvað varðar tæknilega framkvæmd kosninganna segir hann það tiltölulega einfalt. Hægt er að lesa skýrsluna í heild á slóðinni http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_thjodaratkvaedi_DOC.doc Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Starfshópur ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur heimilt að setja skilyrði um hana en að þau verði að vera hófleg. Nefndin hafnar hugmyndum um 75% þátttöku og að 2/3 hluta þurfi til að nema fjölmiðlalögin úr gildi. Ríkisstjórnin skipaði fyrr í mánuðinum starfshóp fjögurra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar þess að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin svokölluðu. Nefndin hefur skilað af sér skýrslu og kynnti hana opinberlega í dag. Meðal þess sem skoðað var var hvort að heimilt væri að setja einhver skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Niðurstaðan var sú að það væri heimilt en því hóflegri sem þau skilyrði væru, því betra og líklegra væri að þau stæðust. Nefndin hafnar hugmyndum sem nefndar hafa verið um að 75% kosningaþátttöku þurfi og aukinn meirihluta, þ.e. 2/3, til að fella lögin. Starfshópurinn telur að lagasetning sé nauðsynleg en að þau lög þurfi að vera almenn en ekki sértæk fyrir þetta mál. Þá telur hann að atkvæðagreiðsla fari fram eigi síðar en tveimur mánuðum eftir synjun staðfestingar laga og ekki seinna en þremur vikum eftir að lög um þjóðaratkvæðagreiðslu taki gildi. Allir sem hafi kosningarétt í þingkosningum hafi kosningarétt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og að dómsmálaráðuneytið dreifi upplýsingariti með lögunum inn á hvert heimili í landinu. Þá vill starfshópurinn að kjörseðillinn verði einfaldur og skýr og einfaldlega verði spurt þannig að svarið sé annað hvort „já, fjölmiðlalögin eiga að halda gildi sínu“, eða „nei, fjölmiðlalögin eiga að falla úr gildi“. Þá leggur starfshópurinn til að t.d.verði miðað við 50% kosningaþátttöku eða að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin úr gildi. Karl Axelsson, formaður starfshópsins, segir málið lögfræðilega flókið enda engin fordæmi sem auðvelt sé að vísa í sem og umdeilt meðal lögfræðinga. Hvað varðar tæknilega framkvæmd kosninganna segir hann það tiltölulega einfalt. Hægt er að lesa skýrsluna í heild á slóðinni http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_thjodaratkvaedi_DOC.doc
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira