Vilji þjóðarinnar er æðri 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun