Sama heygarðshornið 1. júlí 2004 00:01 Ég kynntist Fear Factory fyrst á Ozzfest-hátíðinni á Bretlandi fyrir einhverjum árum síðan og hef, fyrir tilviljun, séð hana tvisvar síðan. Get seint talist til dyggra unnenda hljómsveitarinnar, hljómur hennar er full vélrænn fyrir minn smekk sem gerir tónlistina illflytjanlega á tónleikum, þó að þar séu Fear Factory-menn alveg ágætir. Eftir að hljómsveitin hafði tímabundið lagt upp laupana var ákveðið að bassaleikarinn, Christian Olde Wolbers, myndi færa sig yfir á gítarinn og var Byron Stroud úr Strapping Young Lad fenginn til að plokka bassastrengina. Platan Archetype er afrakstur þessarar nýju myndar sem Fear Factory tók á sig eftir að gítarleikarinn Dino Cazares hvarf á braut. Tónlistin er sem fyrr í tæknilegri kantinum, en það gefur manni einna mest efni til að gleðjast að útkoman er ekki jafn vélræn og áður. Wolbers gefur Dino lítið eftir sem gítarleikari, þéttleikinn ekkert síðri en á þeirra fyrri verkum. Hins vegar hefði hljómborðið alveg mátt missa sín, finnst það óþarft á köflum og ekki eiga við. Sköpun Fear Factory kemur víða við á þessari plötu, hljómsveitin tekur oft grimma grindcore-keyrslu, á til að detta niður í melódíska kafla með ágætum árangri og vélbyssulegu gítarriffin eru sem fyrr mjög áberandi. Söngurinn hjá Burton C. Bell er þó oft kæfður með bjögunareffektum, hefði vafalítið hljómað betur án þeirra og maður áttar sig ekki alveg á tilgangi þeirra. Lagið Human Shields hitti mig þó beint í mark, en þar fer hljómsveitin í nettan Deftones-gír sem fer henni alveg ágætlega. Það hefði verið gaman að heyra þá félaga gera meira í þeim stíl á þessari plötu, sem er að hljómnum undanskildum full keimlík því sem þeir hafa gert áður. Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar. Smári Jósepsson Fear Factory: Archetype Tónlist Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Komst í jólaskapið í september Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég kynntist Fear Factory fyrst á Ozzfest-hátíðinni á Bretlandi fyrir einhverjum árum síðan og hef, fyrir tilviljun, séð hana tvisvar síðan. Get seint talist til dyggra unnenda hljómsveitarinnar, hljómur hennar er full vélrænn fyrir minn smekk sem gerir tónlistina illflytjanlega á tónleikum, þó að þar séu Fear Factory-menn alveg ágætir. Eftir að hljómsveitin hafði tímabundið lagt upp laupana var ákveðið að bassaleikarinn, Christian Olde Wolbers, myndi færa sig yfir á gítarinn og var Byron Stroud úr Strapping Young Lad fenginn til að plokka bassastrengina. Platan Archetype er afrakstur þessarar nýju myndar sem Fear Factory tók á sig eftir að gítarleikarinn Dino Cazares hvarf á braut. Tónlistin er sem fyrr í tæknilegri kantinum, en það gefur manni einna mest efni til að gleðjast að útkoman er ekki jafn vélræn og áður. Wolbers gefur Dino lítið eftir sem gítarleikari, þéttleikinn ekkert síðri en á þeirra fyrri verkum. Hins vegar hefði hljómborðið alveg mátt missa sín, finnst það óþarft á köflum og ekki eiga við. Sköpun Fear Factory kemur víða við á þessari plötu, hljómsveitin tekur oft grimma grindcore-keyrslu, á til að detta niður í melódíska kafla með ágætum árangri og vélbyssulegu gítarriffin eru sem fyrr mjög áberandi. Söngurinn hjá Burton C. Bell er þó oft kæfður með bjögunareffektum, hefði vafalítið hljómað betur án þeirra og maður áttar sig ekki alveg á tilgangi þeirra. Lagið Human Shields hitti mig þó beint í mark, en þar fer hljómsveitin í nettan Deftones-gír sem fer henni alveg ágætlega. Það hefði verið gaman að heyra þá félaga gera meira í þeim stíl á þessari plötu, sem er að hljómnum undanskildum full keimlík því sem þeir hafa gert áður. Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar. Smári Jósepsson Fear Factory: Archetype
Tónlist Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Komst í jólaskapið í september Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið