Fréttablaðið heldur mér löghlýðnum 1. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson veltir fyrir sér hvað stutt er á milli löghlýðni og glæpamennsku. Ef ég væri ekki heppnasti maður í heimi, sem fær allar plötur sem eyrun girnast frítt með því að senda einn tölvupóst, væri ég þjófur og glæpamenni. Í mér blundar ódrepandi hvöt til þess að kynnast nýrri tónlist, nánast á hverjum degi. Útvarpið færir mér ekki nægilega stóran skammt, þar sem straumar og stefnur þar eru afskaplega takmarkaðar og það sem er í sjónvarpinu er aðeins toppurinn á ísjakanum. Virðisaukaskatturinn á geisladiskum á Íslandi er það hár að verð á geisladiskum er alveg út í hött. Flutningskostnaður og græðgi gerir ástandið svo bara verra. Þar af leiðandi myndi ég neyðast til þess að fá mér nettengingu og hala niður þá tónlist sem ég væri forvitinn um. Þetta yrði líklegast smá slatti, að minnsta kosti nóg til þess að Lars Ulrich úr Metallicu myndi senda tónlistarlögguna á mig. Þegar ég var í því að hljóðrita upp á kasettur úr útvarpinu sem krakki sögðu foreldrar mínir mér aldrei að ég væri glæpamaður. Það var samt ólöglegt. Það er því kannski ekkert undarlegt að ég skuli hafa svona undarleg gildi, þegar kemur að því að reyna að grafa upp tónlist sem mér finnst áhugaverð. Ef það væri ekki fyrir rannsóknarstörf mín á Fréttablaðinu, væri ég þá kannski að skrifa þessa grein frá Litla-Hrauni? Harðsvíraður glæpamaður vegna ástar minnar á áhugaverðri tónlist? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Birgir Örn Steinarsson veltir fyrir sér hvað stutt er á milli löghlýðni og glæpamennsku. Ef ég væri ekki heppnasti maður í heimi, sem fær allar plötur sem eyrun girnast frítt með því að senda einn tölvupóst, væri ég þjófur og glæpamenni. Í mér blundar ódrepandi hvöt til þess að kynnast nýrri tónlist, nánast á hverjum degi. Útvarpið færir mér ekki nægilega stóran skammt, þar sem straumar og stefnur þar eru afskaplega takmarkaðar og það sem er í sjónvarpinu er aðeins toppurinn á ísjakanum. Virðisaukaskatturinn á geisladiskum á Íslandi er það hár að verð á geisladiskum er alveg út í hött. Flutningskostnaður og græðgi gerir ástandið svo bara verra. Þar af leiðandi myndi ég neyðast til þess að fá mér nettengingu og hala niður þá tónlist sem ég væri forvitinn um. Þetta yrði líklegast smá slatti, að minnsta kosti nóg til þess að Lars Ulrich úr Metallicu myndi senda tónlistarlögguna á mig. Þegar ég var í því að hljóðrita upp á kasettur úr útvarpinu sem krakki sögðu foreldrar mínir mér aldrei að ég væri glæpamaður. Það var samt ólöglegt. Það er því kannski ekkert undarlegt að ég skuli hafa svona undarleg gildi, þegar kemur að því að reyna að grafa upp tónlist sem mér finnst áhugaverð. Ef það væri ekki fyrir rannsóknarstörf mín á Fréttablaðinu, væri ég þá kannski að skrifa þessa grein frá Litla-Hrauni? Harðsvíraður glæpamaður vegna ástar minnar á áhugaverðri tónlist?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun