Tilbúinn skyndiveggur 1. júlí 2004 00:01 Ungur íslenskur hönnuður að nafni Björg Stefánsdóttir býr og starfar með Nicola Girolami fyrir fyrirtækið Flatlife-Almost Wallpaper við hönnun á veggfóðri, en fyrirtækið er í hans eigu og hefur starfað frá árinu 1999.Nicola stofnaði Flatlife í London árið 1999 eftir að hafa stundað nám í innanhúshönnun við Chelsea, College of Art and Design og mastersnám við Royal College of Art. Nicola tók þátt í sinni fyrstu sýningu, 100% design, í London sama ár, margar sýningar fylgdu í kjölfarið og nú framleiðir Flatlife tvær línur af veggfóðri, annars vegar tilbúnar lausnir fyrir veggklæðningu, "ready made" og hins vegar sérsniðnar. Nýjasta framleiðsla fyrirtækisins í hinni tilbúnu vörulínu er kölluð "Instant Wall features" eða "Tilbúinn skyndiveggur". Eins og myndirnar sýna er uppruni myndefnis þessa veggfóðurs sóttur í allavega hversdagslegar þrívíðar sjónrænar upplifanir úr heimilislífi fólks, nema að hjá Flatlife er allt flatt og í tvívídd. Svarthvítar myndir af hlutum eða uppstillingum eru stækkaðar upp í raunstærð og þeim varpað með blöndu af stafrænu og handþrykktu silkiprenti á tauefni, plastrenninga, plexígler, gifsplötur, viðarþiljur og fleira.Einstök svæði myndanna eru svo handmáluð eftir á til þess að skerpa á andstæðum eða á vægi smáatriða.Sérsniðnu veggfóðrin eiga sér engin takmörk og hafa verið mjög vinsæl sökum persónulegra áhrifa sem kúnninn getur skapað. Möguleikarnir í samstarfi við viðskiptavinina eru endalausir og útkoman úr slíku samstarfi hefur tekist afar vel, en meðal viðskiptavina Flatlife í London eru stór nöfn eins og Harvey Nichols, Mint og Sotheby’s.Björg og Nicola búa nú á Ítalíu eftir nokkur ár í London og eiga ársgamlan son, Rocco.Þau sýndu veggfóðrin sín nýverið á Salone Satellite í Mílanó þar sem þau hlutu góðar viðtökur, sérstaklega frá London og París.Ljóst er að hefðbundin skilgreining á veggfóðri nær tæpast yfir nýstarlegar vegglausnir Flatlife fyrirtækisins en á vefsíðu þeirra kemur fram að þær séu ætlaðar til notkunar við ýmsar aðstæður á heimilum eða á vinnustöðum. Hús og heimili Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Ungur íslenskur hönnuður að nafni Björg Stefánsdóttir býr og starfar með Nicola Girolami fyrir fyrirtækið Flatlife-Almost Wallpaper við hönnun á veggfóðri, en fyrirtækið er í hans eigu og hefur starfað frá árinu 1999.Nicola stofnaði Flatlife í London árið 1999 eftir að hafa stundað nám í innanhúshönnun við Chelsea, College of Art and Design og mastersnám við Royal College of Art. Nicola tók þátt í sinni fyrstu sýningu, 100% design, í London sama ár, margar sýningar fylgdu í kjölfarið og nú framleiðir Flatlife tvær línur af veggfóðri, annars vegar tilbúnar lausnir fyrir veggklæðningu, "ready made" og hins vegar sérsniðnar. Nýjasta framleiðsla fyrirtækisins í hinni tilbúnu vörulínu er kölluð "Instant Wall features" eða "Tilbúinn skyndiveggur". Eins og myndirnar sýna er uppruni myndefnis þessa veggfóðurs sóttur í allavega hversdagslegar þrívíðar sjónrænar upplifanir úr heimilislífi fólks, nema að hjá Flatlife er allt flatt og í tvívídd. Svarthvítar myndir af hlutum eða uppstillingum eru stækkaðar upp í raunstærð og þeim varpað með blöndu af stafrænu og handþrykktu silkiprenti á tauefni, plastrenninga, plexígler, gifsplötur, viðarþiljur og fleira.Einstök svæði myndanna eru svo handmáluð eftir á til þess að skerpa á andstæðum eða á vægi smáatriða.Sérsniðnu veggfóðrin eiga sér engin takmörk og hafa verið mjög vinsæl sökum persónulegra áhrifa sem kúnninn getur skapað. Möguleikarnir í samstarfi við viðskiptavinina eru endalausir og útkoman úr slíku samstarfi hefur tekist afar vel, en meðal viðskiptavina Flatlife í London eru stór nöfn eins og Harvey Nichols, Mint og Sotheby’s.Björg og Nicola búa nú á Ítalíu eftir nokkur ár í London og eiga ársgamlan son, Rocco.Þau sýndu veggfóðrin sín nýverið á Salone Satellite í Mílanó þar sem þau hlutu góðar viðtökur, sérstaklega frá London og París.Ljóst er að hefðbundin skilgreining á veggfóðri nær tæpast yfir nýstarlegar vegglausnir Flatlife fyrirtækisins en á vefsíðu þeirra kemur fram að þær séu ætlaðar til notkunar við ýmsar aðstæður á heimilum eða á vinnustöðum.
Hús og heimili Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira