Líf mitt í boxi 3. júlí 2004 00:01 Kristján Hjálmarsson ætlar að umturna lífi sínu með boxum Þegar ég var yngri þoldi ég ekki fólk sem átti Tupperware-box. Boxin þóttu sniðug því þau voru í misjöfnum stærðum og með misjafna lögun og það var hægt að geyma hvað sem er í þeim: ost, álegg, afganga og jafnvel heilu kökurnar. Það var eitthvað við stjórnleysingjann í mér sem vakti þessa andúð mína enda var skipulagið í ísskápunum hjá þeim sem áttu slík box betra en á góðu bókasafni. Mér fannst ekkert að því að geyma matvörurnar í plastpokum, litlum sem stórum -- jafnvel bara úr Bónus. Andúð mín á Tupperware jókst með tímanum og ég hét því að ég myndi aldrei kaupa slík box. En síðan fór ég sjálfur að búa. Innan tveggja vikna var ísskápurinn fullur af alls kyns plastpokum. Litadýrðin var slík að mér leið eins og ég væri að horfa á regnbogann auk þess sem ég átti erfitt með að henda reiður á því hvað pokarnir höfðu að geyma. Ég ákvað því að brjóta odd af oflæti mínu og keypti fyrstu boxin. Það leið ekki á löngu þar til þau slógu í gegn. Boxunum fjölgaði, í misjöfnum stærðum og gerðum, og nú er hver einasti hlutur í ísskápnum á sínum stað -- allt frá eggjum upp í lambalæri. Boxin hafa reynst mér svo vel að ég hef ákveðið að nota þau annars staðar á heimilinu. Þannig get ég sett buxurnar, bolina, peysurnar, vídeóspólurnar, geisladiskana, bækurnar og tölvuna í box. Og það er bara byrjunin. Innan skamms verður allt mitt komið í box og ég get loks farið að lifa skipulögðu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Kristján Hjálmarsson ætlar að umturna lífi sínu með boxum Þegar ég var yngri þoldi ég ekki fólk sem átti Tupperware-box. Boxin þóttu sniðug því þau voru í misjöfnum stærðum og með misjafna lögun og það var hægt að geyma hvað sem er í þeim: ost, álegg, afganga og jafnvel heilu kökurnar. Það var eitthvað við stjórnleysingjann í mér sem vakti þessa andúð mína enda var skipulagið í ísskápunum hjá þeim sem áttu slík box betra en á góðu bókasafni. Mér fannst ekkert að því að geyma matvörurnar í plastpokum, litlum sem stórum -- jafnvel bara úr Bónus. Andúð mín á Tupperware jókst með tímanum og ég hét því að ég myndi aldrei kaupa slík box. En síðan fór ég sjálfur að búa. Innan tveggja vikna var ísskápurinn fullur af alls kyns plastpokum. Litadýrðin var slík að mér leið eins og ég væri að horfa á regnbogann auk þess sem ég átti erfitt með að henda reiður á því hvað pokarnir höfðu að geyma. Ég ákvað því að brjóta odd af oflæti mínu og keypti fyrstu boxin. Það leið ekki á löngu þar til þau slógu í gegn. Boxunum fjölgaði, í misjöfnum stærðum og gerðum, og nú er hver einasti hlutur í ísskápnum á sínum stað -- allt frá eggjum upp í lambalæri. Boxin hafa reynst mér svo vel að ég hef ákveðið að nota þau annars staðar á heimilinu. Þannig get ég sett buxurnar, bolina, peysurnar, vídeóspólurnar, geisladiskana, bækurnar og tölvuna í box. Og það er bara byrjunin. Innan skamms verður allt mitt komið í box og ég get loks farið að lifa skipulögðu lífi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun