Líf mitt í boxi 3. júlí 2004 00:01 Kristján Hjálmarsson ætlar að umturna lífi sínu með boxum Þegar ég var yngri þoldi ég ekki fólk sem átti Tupperware-box. Boxin þóttu sniðug því þau voru í misjöfnum stærðum og með misjafna lögun og það var hægt að geyma hvað sem er í þeim: ost, álegg, afganga og jafnvel heilu kökurnar. Það var eitthvað við stjórnleysingjann í mér sem vakti þessa andúð mína enda var skipulagið í ísskápunum hjá þeim sem áttu slík box betra en á góðu bókasafni. Mér fannst ekkert að því að geyma matvörurnar í plastpokum, litlum sem stórum -- jafnvel bara úr Bónus. Andúð mín á Tupperware jókst með tímanum og ég hét því að ég myndi aldrei kaupa slík box. En síðan fór ég sjálfur að búa. Innan tveggja vikna var ísskápurinn fullur af alls kyns plastpokum. Litadýrðin var slík að mér leið eins og ég væri að horfa á regnbogann auk þess sem ég átti erfitt með að henda reiður á því hvað pokarnir höfðu að geyma. Ég ákvað því að brjóta odd af oflæti mínu og keypti fyrstu boxin. Það leið ekki á löngu þar til þau slógu í gegn. Boxunum fjölgaði, í misjöfnum stærðum og gerðum, og nú er hver einasti hlutur í ísskápnum á sínum stað -- allt frá eggjum upp í lambalæri. Boxin hafa reynst mér svo vel að ég hef ákveðið að nota þau annars staðar á heimilinu. Þannig get ég sett buxurnar, bolina, peysurnar, vídeóspólurnar, geisladiskana, bækurnar og tölvuna í box. Og það er bara byrjunin. Innan skamms verður allt mitt komið í box og ég get loks farið að lifa skipulögðu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun
Kristján Hjálmarsson ætlar að umturna lífi sínu með boxum Þegar ég var yngri þoldi ég ekki fólk sem átti Tupperware-box. Boxin þóttu sniðug því þau voru í misjöfnum stærðum og með misjafna lögun og það var hægt að geyma hvað sem er í þeim: ost, álegg, afganga og jafnvel heilu kökurnar. Það var eitthvað við stjórnleysingjann í mér sem vakti þessa andúð mína enda var skipulagið í ísskápunum hjá þeim sem áttu slík box betra en á góðu bókasafni. Mér fannst ekkert að því að geyma matvörurnar í plastpokum, litlum sem stórum -- jafnvel bara úr Bónus. Andúð mín á Tupperware jókst með tímanum og ég hét því að ég myndi aldrei kaupa slík box. En síðan fór ég sjálfur að búa. Innan tveggja vikna var ísskápurinn fullur af alls kyns plastpokum. Litadýrðin var slík að mér leið eins og ég væri að horfa á regnbogann auk þess sem ég átti erfitt með að henda reiður á því hvað pokarnir höfðu að geyma. Ég ákvað því að brjóta odd af oflæti mínu og keypti fyrstu boxin. Það leið ekki á löngu þar til þau slógu í gegn. Boxunum fjölgaði, í misjöfnum stærðum og gerðum, og nú er hver einasti hlutur í ísskápnum á sínum stað -- allt frá eggjum upp í lambalæri. Boxin hafa reynst mér svo vel að ég hef ákveðið að nota þau annars staðar á heimilinu. Þannig get ég sett buxurnar, bolina, peysurnar, vídeóspólurnar, geisladiskana, bækurnar og tölvuna í box. Og það er bara byrjunin. Innan skamms verður allt mitt komið í box og ég get loks farið að lifa skipulögðu lífi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun