Össur biðlar til Halldórs 4. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira