Innlent

Bíða eftir Bandaríkjamönnum

Enginn sérstakur tímarammi er kominn á varðandi áframhald viðræðna um framkvæmd varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands þrátt fyrir fund Davíðs Oddssonar með George Bush Bandaríkjaforseta í vikunni. Að sögn Gunnars Snorra mun næsta skref í málinu verða að frumkvæði Bandaríkjamanna sem væntanlega munu leggja fram sínar hugmyndir til grundvallar áframhaldandi viðræðum. Gunnar Snorri Gunnarssonunni, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir hins vegar að fundurinn hafi áhrif. "Það er allavega kominn einhver fókus á þetta á hæsta plani hjá Bandaríkjamönnum," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×