Fótbolti eða bíó 8. júlí 2004 00:01 Svanborg Sigmarsdóttir veltir fyrir sér íþróttum sem skemmtun. Um daginn var einn vinur minn að reyna að halda því fram að stórkeppnir í íþróttum, líkt og nýafstaðið Evrópumót í knattspyrnu, sé greinilega komið innan ramma skemmtanaiðnaðarins. Hans rök fyrir þessu var að líf fólks á öllum aldri, jafnt konur sem karlar sem aldrei hafa sýnt þessari íþrótt nokkurn áhuga, riðlast allt í einu af því það er úrslitaleikur í gangi. Auglýsingatekjur þekktra nafna í boltanum eru gígantískar og nöfn Tom Cruise og Davids Beckham eru álíka þekkt á hverju heimili. Þessu ætla ég ekkert að mótmæla, enda hafa áhorfendaíþróttir alltaf fallið innan ramma skemmtana. Eini munurinn á atriðum rómversku bardagaþrælanna og bandarískra glímukappa í dag er raunveruleikinn. Í báðum tilfellum er barist til að skemmta áhorfendum. Í síðari tilfellinu hafa þeir farið á leiklistarnámskeið. Það verður að viðurkennast að sumar íþróttir eru leiðinlegar til áhorfs. Þó svo sjálf hafi ég ekki horft á fótboltaleik í mörg ár, þá skil ég nokkurn veginn hverju fólk er að sækjast eftir. Af hverju fólk mætir til að horfa á keilu, pílukast og golf get ég engan veginn skilið. Það er möguleiki, með nærmyndum og réttri klippingu að láta golf virka spennandi í sjónvarpi, en sá fítus er ekki fyrir hendi á vellinum. Íþróttir eru tvíþættar, þær eru bæði hollar og góðar fyrir þá sem taka þátt, fyrir utan að sjálfsögðu öll íþróttameiðslin og þegar keppnisskapið dregur mann í ógöngur en fyrir þá sem ekki taka þátt - sem eru fjölmargir - er aðalmálið að fylgjast með. Hver er þá munurinn á því að horfa á fótbolta eða bíómynd? Leikaraskapurinn í íþróttunum og líkamleg þjálfun leikara virðist kominn á það stig að lítið ber á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Svanborg Sigmarsdóttir veltir fyrir sér íþróttum sem skemmtun. Um daginn var einn vinur minn að reyna að halda því fram að stórkeppnir í íþróttum, líkt og nýafstaðið Evrópumót í knattspyrnu, sé greinilega komið innan ramma skemmtanaiðnaðarins. Hans rök fyrir þessu var að líf fólks á öllum aldri, jafnt konur sem karlar sem aldrei hafa sýnt þessari íþrótt nokkurn áhuga, riðlast allt í einu af því það er úrslitaleikur í gangi. Auglýsingatekjur þekktra nafna í boltanum eru gígantískar og nöfn Tom Cruise og Davids Beckham eru álíka þekkt á hverju heimili. Þessu ætla ég ekkert að mótmæla, enda hafa áhorfendaíþróttir alltaf fallið innan ramma skemmtana. Eini munurinn á atriðum rómversku bardagaþrælanna og bandarískra glímukappa í dag er raunveruleikinn. Í báðum tilfellum er barist til að skemmta áhorfendum. Í síðari tilfellinu hafa þeir farið á leiklistarnámskeið. Það verður að viðurkennast að sumar íþróttir eru leiðinlegar til áhorfs. Þó svo sjálf hafi ég ekki horft á fótboltaleik í mörg ár, þá skil ég nokkurn veginn hverju fólk er að sækjast eftir. Af hverju fólk mætir til að horfa á keilu, pílukast og golf get ég engan veginn skilið. Það er möguleiki, með nærmyndum og réttri klippingu að láta golf virka spennandi í sjónvarpi, en sá fítus er ekki fyrir hendi á vellinum. Íþróttir eru tvíþættar, þær eru bæði hollar og góðar fyrir þá sem taka þátt, fyrir utan að sjálfsögðu öll íþróttameiðslin og þegar keppnisskapið dregur mann í ógöngur en fyrir þá sem ekki taka þátt - sem eru fjölmargir - er aðalmálið að fylgjast með. Hver er þá munurinn á því að horfa á fótbolta eða bíómynd? Leikaraskapurinn í íþróttunum og líkamleg þjálfun leikara virðist kominn á það stig að lítið ber á milli.