Viðræður við þingnefnd nauðsyn 8. júlí 2004 00:01 "Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
"Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira