Lífið

Bowie í hjartaaðgerð

David Bowie gekkst undir hjartaaðgerð að loknum tónleikum í Þýskalandi í síðustu viku og er nú að ná sér í New York, að sögn talsmanns Bowies. Upphaflega klemmdi söngvarinn taug í öxl, en þegar hann var rannsakaður á sjúkrahúsi kom í ljós að slagæð í hjarta var stífluð, og því gekkst hann þegar í stað undir aðgerð. Hann hefur afboðað tónleikaferðalag sitt þar sem hann þarf að ná kröftum á ný.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.