Innlent

Prófessor fyrir Allsherjarnefnd

Alþingi getur hugsanlega fellt fjölmiðlalögin úr gildi, en með því að setja samtímis ný lög um sama mál, er brotið gegn stjórnarskránni. Þetta er mat Eiríks Tómassonar, lagaprófessors. Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Davíð Þór Björgvinsson, komu á fund Allsherjarnefndar Alþingis í morgun. Eiríkur vitnaði í rit Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands frá 1960, en þar segir á blaðsíðu 298, að þegar Alþingi hafi afgreitt lagafrumvarp, fari það til forseta til staðfestingar, og sé þá úr höndum þingsins og verði ekki afturkallað úr því. Það er því niðurstaða Eiríkis, að þingið geti hugsanlega fellt fjölmiðlalögin úr gildi, en ef önnur lög eru sett í staðinn, sé það brot á stjórnarskránni. Þetta segir hann stafa af því að Alþingi sé einugis annar handhafi löggjafarvalds, hinn sé forsetinn. hann telur því að Alþingi sé óheimilt að ganga lengra í málunum nú, það væri bort á stjórnskipan. Ekki náðist í Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann aðra sýn á málið en Eiríkur Tómasson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×