Innlent

Rauða spjaldið á Framsókn

Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. "Það er athyglisvert að andstaðan við þetta síðasta ævintýri ríkisstjórnarinnar virðist enn afdráttarlausari heldur en þegar fjölmiðlalögin komu fyrst fram. Það birtist í því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafa núna fylgi 60% kjósenda. Þarna er verið að sýna Framsóknarflokknum rauða spjaldið og hann hlýtur að hugsa sinn gang andspænis þessari hroðalegu niðustöðu könnunarinnar," segir Össur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×