Innlent

Framsókn í erfiðleikum

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Framsóknarflokkinn greinilega hafa átt á brattann að sækja undanfarið eða frá því að umræður um fjölmiðlalög hafi brotist út. "Ef ég man rétt þá hefur hann verið í vondum málum í flestum könnunum frá því að það var lagt fram. Það virðist liggja beint við að álykta sem svo að hann verði út undan í þessari baráttu sem stendur milli stjórnarandstöðunnar aðallega, að því er virðist, og Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður af hverju svo væri segir Gunnar. "Ég hugsa að fólk tengi þetta mál frekar við Sjálfstæðisflokkinn heldur en við Framsóknarflokkinn, þó að hann sé í stjórn líka; tengi þetta ekki síst við Davíð. Þeir sem eru óánægðir með þetta eru þá sennilega líklegir til að gefa ekki upp flokk í svona könnun eða velja einhvern stjórnarandstöðuflokkanna." Gunnar bendir á að milli kosninga mælist Framsóknarflokkurinn oft lágur. "Það er vafalaust hluti af skýringunni." Gunnar segir Framsóknarflokkinn oft mælast með niður undir tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum. "Þetta er lægra en það sem hann hefur yfirleitt fengið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×