Veikgeðja konur 12. júlí 2004 00:01 Í viðtali við Arnar Hauksson, lækni, í Lyfjatíðindum las ég að Hippocrates, sem fæddur var 456 fyrir Krist, hafi skrifað lærða ritgerð um tíðaverki kvenna, síðan var lítið sem ekkert vikið að þessu fyrirbrigði þar til í sálfræðinni eftir daga Freud og voru þá uppi kenningar um að tíðaverkir og reyndar einnig fyrirtíðaspenna væru af sálrænum uppruna og algengari hjá millistéttarkonum með lélega sjálfsmynd. Orðrétt úr viðtalinu við Arnar: "Tíðaverkirnir væru yfirleitt hjá þeim konum sem ættu mæður sem væru með tíðaverki og þær flyttu þessi boð til dætra sinna að blæðingar væru sársaukafullar og kvíðvænlegar þannig að dæturnar tækju illa á móti blæðingunum. Þetta væri þannig hópur veikgeðja kvenna sem ættu veikgeðja mæður af veikgeðja ættum. Allt fram undir 1940-50 var þetta talinn góður og gildur hluti af skýringum á tíðaverkjum og í kennslubókum í dag stendur ennþá að ein orsök tíðaverkja sé "psychological" eða sálræn sem er að miklum hluta rangt". Ég er búin að vera mjög hugsi yfir þessu, ekki síst vegna þess að skilgreining Hippocratesar var rétt, en gríska heitið er "Dysmenorrhoea" og merkir sársaukafullt rennsli. Helmingur mannkyns finnur til tvo til þrjá daga í mánuði í áratugi, sumar mjög alvarlega, allar eða að minnsta kosti lang flestar eitthvað. Lærðar kenningar um af hverju þessi vanlíðan stafar, gleymast og til verða kenningar um veikgeðja konur. Við getum þó sem betur fer þakkað fyrir að sá tími er liðinn og tíma og fjármagni er eytt til þess að finna leiðir til að létta konum sásukann og óþægindin. Samt er auðvitað alveg óþarfi að verða hissa eða hugsi yfir þessu. Þetta er bara lýsandi dæmi um hvernig almennt er fjallað um málefni kvenna. Við getum tekið dæmi af vændisumræðunni. Á Íslandi er saknæmt að vera vændiskona, kaupandinn er hins vegar alveg bráðsaklaus. Tillaga var lögð fram á Alþingi sl. vetur um að breyta þessu þannig að kaup á vændi væri refsivert en vændi sem stundað er til framfærslu væri það ekki lengur. Flutningsmenn tillögunnar voru allir konur, þó ekki allar konurnar sem sitja á þingi. Það er nú líklega orðið rúmt ár síðan kvikmyndin "Liilja 4-ever" var sýnd hér á landi. Sú kvikmynd er vægast sagt mjög áhrifarík lýsing á því hvernig ung stúlka er blekkt og síðan hneppt í ánauð og beinlínis gerð út og keypt af dónum. Það er ofar mínum skilningi að Alþingi hafi ekki breytt íslenskum lögum þannig að hlutskipti vændiskonunnar sem fórnarlambs sé viðurkennt og dónanarnir látnir sæta ábyrgð. En líklegast eymir hér enn eftir af kenningum um veikgeðja konur og svo voru líka önnur lög sem lá meira á að samþykkja. Allar rannsóknir og kannanir sem birtar eru sýna að jafnrétti ríkir ekki á launamarkaði á Íslandi. Karlarnir finna þó alltaf einhverjar skýringar. Nú síðast af launakönnun í banka, þá sögðu þeir einfaldlega að strákarnir væru í betri störfum. Ekki er lengur hægt að beita fyrir sig mismunandi menntun, því fleiri stelpur útkrifast úr háskólum en strákar og þá verður það, væntanlega fyrir algjöra tilviljun, trúi ég, að strákarnir fá bara betri störf. Í samfélaginu er alls staðar mikil samkeppni. Karlarnir keppa sín á milli, stundum svo að manni verður nánast orðfall. Mér hefur því stundum dottið í hug, þegar ég sit á fundum þar sem ég stundum var eina konan og síðan lang oftast færri konur en karlar að það sé svona þegjandi samkomulag á milli þeirra, karlanna, að á meðan þeir haldi konum skör lægra, þá þurfi þeir þó ekki að keppa við þær. Ef tólf komast að háborðinu og það er þegjandi samkomulag um að hleypa konum ekki þangað þá eru auðvitað meiri líkur á að komast að. Ætli þetta sé nokkuð miklu flóknara en það ? Þegar fyrst var talað um jákvæða mismunun um ráðningu í störf, sem sé að öðru jöfnu skyldi ráða konu til starfa ef tveir sæktu um (þetta var áður en karlar fóru að láta að sér kveða í "kvennastéttum") var ég mjög andvíg slíku fyrirkomulagi. Var þeirrar skoðunar að það væri óþarft, konur næðu rétti sínum á annan hátt. Síðan eru um þrjátíu ár og ég hef svo sannarlega skipt um skoðun, ég er jafnvel farin að hallast að því að svokölluð launaleynd standi launum kvenna fyrir þrifum. Konur verða nefnilega að beita öllum tiltækum vopnum til að kenningar um veikgeðja konur verði settar til hliðar fyrir fullt og allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Í viðtali við Arnar Hauksson, lækni, í Lyfjatíðindum las ég að Hippocrates, sem fæddur var 456 fyrir Krist, hafi skrifað lærða ritgerð um tíðaverki kvenna, síðan var lítið sem ekkert vikið að þessu fyrirbrigði þar til í sálfræðinni eftir daga Freud og voru þá uppi kenningar um að tíðaverkir og reyndar einnig fyrirtíðaspenna væru af sálrænum uppruna og algengari hjá millistéttarkonum með lélega sjálfsmynd. Orðrétt úr viðtalinu við Arnar: "Tíðaverkirnir væru yfirleitt hjá þeim konum sem ættu mæður sem væru með tíðaverki og þær flyttu þessi boð til dætra sinna að blæðingar væru sársaukafullar og kvíðvænlegar þannig að dæturnar tækju illa á móti blæðingunum. Þetta væri þannig hópur veikgeðja kvenna sem ættu veikgeðja mæður af veikgeðja ættum. Allt fram undir 1940-50 var þetta talinn góður og gildur hluti af skýringum á tíðaverkjum og í kennslubókum í dag stendur ennþá að ein orsök tíðaverkja sé "psychological" eða sálræn sem er að miklum hluta rangt". Ég er búin að vera mjög hugsi yfir þessu, ekki síst vegna þess að skilgreining Hippocratesar var rétt, en gríska heitið er "Dysmenorrhoea" og merkir sársaukafullt rennsli. Helmingur mannkyns finnur til tvo til þrjá daga í mánuði í áratugi, sumar mjög alvarlega, allar eða að minnsta kosti lang flestar eitthvað. Lærðar kenningar um af hverju þessi vanlíðan stafar, gleymast og til verða kenningar um veikgeðja konur. Við getum þó sem betur fer þakkað fyrir að sá tími er liðinn og tíma og fjármagni er eytt til þess að finna leiðir til að létta konum sásukann og óþægindin. Samt er auðvitað alveg óþarfi að verða hissa eða hugsi yfir þessu. Þetta er bara lýsandi dæmi um hvernig almennt er fjallað um málefni kvenna. Við getum tekið dæmi af vændisumræðunni. Á Íslandi er saknæmt að vera vændiskona, kaupandinn er hins vegar alveg bráðsaklaus. Tillaga var lögð fram á Alþingi sl. vetur um að breyta þessu þannig að kaup á vændi væri refsivert en vændi sem stundað er til framfærslu væri það ekki lengur. Flutningsmenn tillögunnar voru allir konur, þó ekki allar konurnar sem sitja á þingi. Það er nú líklega orðið rúmt ár síðan kvikmyndin "Liilja 4-ever" var sýnd hér á landi. Sú kvikmynd er vægast sagt mjög áhrifarík lýsing á því hvernig ung stúlka er blekkt og síðan hneppt í ánauð og beinlínis gerð út og keypt af dónum. Það er ofar mínum skilningi að Alþingi hafi ekki breytt íslenskum lögum þannig að hlutskipti vændiskonunnar sem fórnarlambs sé viðurkennt og dónanarnir látnir sæta ábyrgð. En líklegast eymir hér enn eftir af kenningum um veikgeðja konur og svo voru líka önnur lög sem lá meira á að samþykkja. Allar rannsóknir og kannanir sem birtar eru sýna að jafnrétti ríkir ekki á launamarkaði á Íslandi. Karlarnir finna þó alltaf einhverjar skýringar. Nú síðast af launakönnun í banka, þá sögðu þeir einfaldlega að strákarnir væru í betri störfum. Ekki er lengur hægt að beita fyrir sig mismunandi menntun, því fleiri stelpur útkrifast úr háskólum en strákar og þá verður það, væntanlega fyrir algjöra tilviljun, trúi ég, að strákarnir fá bara betri störf. Í samfélaginu er alls staðar mikil samkeppni. Karlarnir keppa sín á milli, stundum svo að manni verður nánast orðfall. Mér hefur því stundum dottið í hug, þegar ég sit á fundum þar sem ég stundum var eina konan og síðan lang oftast færri konur en karlar að það sé svona þegjandi samkomulag á milli þeirra, karlanna, að á meðan þeir haldi konum skör lægra, þá þurfi þeir þó ekki að keppa við þær. Ef tólf komast að háborðinu og það er þegjandi samkomulag um að hleypa konum ekki þangað þá eru auðvitað meiri líkur á að komast að. Ætli þetta sé nokkuð miklu flóknara en það ? Þegar fyrst var talað um jákvæða mismunun um ráðningu í störf, sem sé að öðru jöfnu skyldi ráða konu til starfa ef tveir sæktu um (þetta var áður en karlar fóru að láta að sér kveða í "kvennastéttum") var ég mjög andvíg slíku fyrirkomulagi. Var þeirrar skoðunar að það væri óþarft, konur næðu rétti sínum á annan hátt. Síðan eru um þrjátíu ár og ég hef svo sannarlega skipt um skoðun, ég er jafnvel farin að hallast að því að svokölluð launaleynd standi launum kvenna fyrir þrifum. Konur verða nefnilega að beita öllum tiltækum vopnum til að kenningar um veikgeðja konur verði settar til hliðar fyrir fullt og allt.