Baltasar bíður eftir svari 13. október 2005 14:24 "Það fara að koma stórtíðindi," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um næsta leikstjórnarverkefni sitt, Little Trip to Heaven, en Baltasar bíður nú eftir svari frá leikkonu sem hann vonast til að fari með aðalhlutverk í kvikmyndinni. "Þetta er mjög heitt mál en ég get ekkert sagt um þetta á þessu stigi því það væri óvirðing við leikkonuna," segir Baltasar en játar þó að leikkonan sem umræðir sé bandarísk stórstjarna, kona sem allir þekkja." Tökur á Little Trip to Heaven eru nú alveg að fara af stað en áætlað er að hefjast handa í kringum 20. ágúst. Myndin verður tekin upp hér heima á Íslandi og að öllum líkindum einnig í Minnesota í Bandaríkjunum. Stórleikarinn Forest Whitaker hefur, sem kunnugt er, samþykkt að leika í kvikmyndinni sem fjallar um fólk sem stundar tryggingasvindl. Little Trip to Heaven er þriller í anda film noir en handritið er eftir Baltasar Kormák og Edward Weinman. "Við erum búin að ráða til okkar kvikmyndatökumann sem heitir Óttar Guðnason en hann er sá efnilegasti sem við Íslendingar eigum. Óttar hefur verið að taka upp efni út um allan heim, hefur unnið í stórum auglýsingum og verið aðaltökumaður kvikmyndaleikstjórans og tökumannsins Jan De Bont," segir Baltasar en Jan De Bont leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Speed og sá um myndatöku í Lethal Weapon og Basic Instinct svo eitthvað sé nefnt. Það verða augljóslega engir aukvisar á ferð í Little Trip to Heaven. Sá sem sér um áhættuatriðin í kvikmyndinni kemur til dæmis einnig til með að sjá um áhættuatriðin fyrir Spielberg í næstu kvikmynd stórleikstjórans. Búið er að selja handritið að Little Trip to Heaven á topp prís til dreifingaraðila um alla Skandinavíu að sögn Baltasars. "Það er kominn mikill sprettur í verkefnið núna og það tekur yfir allan minn tíma," segir Baltasar en fyrirtæki hans Sögn, framleiðir myndina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
"Það fara að koma stórtíðindi," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um næsta leikstjórnarverkefni sitt, Little Trip to Heaven, en Baltasar bíður nú eftir svari frá leikkonu sem hann vonast til að fari með aðalhlutverk í kvikmyndinni. "Þetta er mjög heitt mál en ég get ekkert sagt um þetta á þessu stigi því það væri óvirðing við leikkonuna," segir Baltasar en játar þó að leikkonan sem umræðir sé bandarísk stórstjarna, kona sem allir þekkja." Tökur á Little Trip to Heaven eru nú alveg að fara af stað en áætlað er að hefjast handa í kringum 20. ágúst. Myndin verður tekin upp hér heima á Íslandi og að öllum líkindum einnig í Minnesota í Bandaríkjunum. Stórleikarinn Forest Whitaker hefur, sem kunnugt er, samþykkt að leika í kvikmyndinni sem fjallar um fólk sem stundar tryggingasvindl. Little Trip to Heaven er þriller í anda film noir en handritið er eftir Baltasar Kormák og Edward Weinman. "Við erum búin að ráða til okkar kvikmyndatökumann sem heitir Óttar Guðnason en hann er sá efnilegasti sem við Íslendingar eigum. Óttar hefur verið að taka upp efni út um allan heim, hefur unnið í stórum auglýsingum og verið aðaltökumaður kvikmyndaleikstjórans og tökumannsins Jan De Bont," segir Baltasar en Jan De Bont leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Speed og sá um myndatöku í Lethal Weapon og Basic Instinct svo eitthvað sé nefnt. Það verða augljóslega engir aukvisar á ferð í Little Trip to Heaven. Sá sem sér um áhættuatriðin í kvikmyndinni kemur til dæmis einnig til með að sjá um áhættuatriðin fyrir Spielberg í næstu kvikmynd stórleikstjórans. Búið er að selja handritið að Little Trip to Heaven á topp prís til dreifingaraðila um alla Skandinavíu að sögn Baltasars. "Það er kominn mikill sprettur í verkefnið núna og það tekur yfir allan minn tíma," segir Baltasar en fyrirtæki hans Sögn, framleiðir myndina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira