Lífið

Repúblikanar vilja ekki Heinz

Ný tegund tómatsósu er komin á markað í Bandaríkjunum, sérstaklega ætluð Repúblíkönum. W tómatsósa er ætluð íhaldsmönnum, sem ekki geta lengur hugsað sér að kaupa vinsælustu tómatsósutegundina, Heinz. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að eiginkona demókratans Johns Kerrys er Teresa Heinz-Kerry, ekkja tómatsósuerfingja með sama nafni. Heinz-sósan fæst í mismunandi bragðtegundum en W-sósan aðeins í einni, sem kallast "American". Gárungar segja að þessi nýja tómatsósa smakkist sérstaklega vel með frelsiskartöflum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.