Árekstur á tónleikasumrinu mikla 14. júlí 2004 00:01 Miðað við stöðugt streymi erlendra listamanna hingað til lands, hlaut það að gerast að tveir stórir tónleikar myndu lenda á sama degi. Nú, þegar Pink hefur tilkynnt um aukatónleika í Laugardalshöll, er ljóst að hún og 50 Cent verða með tónleika á sama degi, 11. ágúst, í Egilshöll. "Þeir vissu vel af þessum seinni Pink-tónleikum þegar þeir ákváðu að vera með 50 Cent," segir Gústaf PS hjá L Promotions sem flytur inn Pink. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir að það hafi ekki verið opinberlega tilkynnt um seinni tónleikana fyrr en fyrir rúmri viku síðan. Uppselt er á fyrri tónleika Pink og Gústaf segist ekki finna fyrir því að tónleikar rappstjörnunnar trufli sölu á seinni tónleikana. Nú þegar er búið að selja um 2000 miða á þá. "Þetta hefur ekki hrjáð okkur ennþá. Salan gengur mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því að það verði ekki uppselt á seinni tónleikana líka." Umsjónarmenn tónleika 50 Cent og G-Unit segjast hreinlega ekki hafa reiknað með því að það kæmi til aukatónleika á Pink. Búið er að selja 4000 miða í Egilshöll og því augljóslega nóg eftir af miðum. Valdi Hansen, annar tónleikahaldaranna, virtist þó ekkert sérlega áhyggjufullur. "Þetta er ekki mikið áhyggjuefni, en það hefði verið fínt að komast hjá þessu," viðurkennir hann. Það er því augljóst að barist verður um athygli unglinganna þennan dag enda hefur það aldrei komið fyrir áður í Íslandssögunni að jafn stórar stjörnur keppi sín á milli á íslenskri grundu. Starfsmaður Skífunnar, sem selur miða á báða tónleika, spáir því að það verði hálf tómt á báðum stöðum miðað við þann áhuga sem starfsfólk hefur fundið fyrir. Miðaverð á tónleika 50 Cent og G-Unit er 5.500 kr. í aftari stæði en 6.500 kr. nær sviðinu. Miðaverð á Pink er 5.000 kr. í stæði en 5.900 kr. í stúku. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Miðað við stöðugt streymi erlendra listamanna hingað til lands, hlaut það að gerast að tveir stórir tónleikar myndu lenda á sama degi. Nú, þegar Pink hefur tilkynnt um aukatónleika í Laugardalshöll, er ljóst að hún og 50 Cent verða með tónleika á sama degi, 11. ágúst, í Egilshöll. "Þeir vissu vel af þessum seinni Pink-tónleikum þegar þeir ákváðu að vera með 50 Cent," segir Gústaf PS hjá L Promotions sem flytur inn Pink. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir að það hafi ekki verið opinberlega tilkynnt um seinni tónleikana fyrr en fyrir rúmri viku síðan. Uppselt er á fyrri tónleika Pink og Gústaf segist ekki finna fyrir því að tónleikar rappstjörnunnar trufli sölu á seinni tónleikana. Nú þegar er búið að selja um 2000 miða á þá. "Þetta hefur ekki hrjáð okkur ennþá. Salan gengur mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því að það verði ekki uppselt á seinni tónleikana líka." Umsjónarmenn tónleika 50 Cent og G-Unit segjast hreinlega ekki hafa reiknað með því að það kæmi til aukatónleika á Pink. Búið er að selja 4000 miða í Egilshöll og því augljóslega nóg eftir af miðum. Valdi Hansen, annar tónleikahaldaranna, virtist þó ekkert sérlega áhyggjufullur. "Þetta er ekki mikið áhyggjuefni, en það hefði verið fínt að komast hjá þessu," viðurkennir hann. Það er því augljóst að barist verður um athygli unglinganna þennan dag enda hefur það aldrei komið fyrir áður í Íslandssögunni að jafn stórar stjörnur keppi sín á milli á íslenskri grundu. Starfsmaður Skífunnar, sem selur miða á báða tónleika, spáir því að það verði hálf tómt á báðum stöðum miðað við þann áhuga sem starfsfólk hefur fundið fyrir. Miðaverð á tónleika 50 Cent og G-Unit er 5.500 kr. í aftari stæði en 6.500 kr. nær sviðinu. Miðaverð á Pink er 5.000 kr. í stæði en 5.900 kr. í stúku.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira