Manndómsþraut 16. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Loðvík fjórtándi var glæsilegastur Frakkakónga og sá þeirra sem ríkti lengst. Hann erfði krúnuna fimm ára gamall, tók við völdum átján ára og hélt þeim þar til hann dó 77 ára, margsaddur lífdaga. Loðvík var sigursæll í stríði og vann ný lönd undir konungdæmi sín. Hann var umbótamaður í stjórnsýslu og byggði upp skilvirkt og viðbragðsfljótt ríkisvald. Hann var höfðingi mikill og blés í brjóst landa sinna stolti og sjálfstrausti. Í hans tíð voru Frakkar forystuþjóð í Evrópu -- ekki aðeins á einu sviði heldur flestum. Enn í dag sækja Frakkar aftur til þessa tíma hugmyndir um eigið ágæti og þörf annarra þjóða fyrir leiðsögn þeirra. En þótt ferill Loðvíks hafi verið glæstur endaði hann ekki vel. Hann hélt áfram ófriði á hendur nágrönnum sínum eftir að hafa tapað hernaðarlegum yfirburðum svo á endanum skilaði hann af sér minna Frakklandi en hann hafði fengið að erfðum. Hann stöðvaði ekki sívaxandi aukningu útgjalda vegna hernaðarbrölts og annarra umsvifa ríkisins þrátt fyrir að afl atvinnulífsins minnkaði. Hann dó því frá galtómum ríkiskassa og skuldugu þjóðarbúi. Sökum íhaldsemi elliáranna og getuleysi til að leita nýrra lausna við breyttum aðstæðum skildi Loðvík við Frakkland sem suðupott. Honum tókst ekki að slá á vaxandi misrétti innan samfélagsins eða dreifa völdum og missti í raun af breytingum i pólitísku landslagi. Það má segja að franska stjórnarbyltingin hafi verið óhjákvæmileg afleiðing af þessu getuleysi Loðvíks. Jafnvel sú tíska sem hafði vaxið í skjóli hans var orðin púkó þegar hann dó; fötin sem hann gekk í hlægileg, tónlistin sem hann hlustaði á væmin og dansinn sem hann sté tilgerðarlegur. Vandi Loðvíks var ekki sá að hann hafi tekið upp breytta og verri siði. Vandinn var að hann hélt sínu striki þrátt fyrir að samfélagið breyttist og staða hans önnur. Hann stjórnaði í krafti þess sem hann hafði verið -- eða þess sem hann minnti að hefði verið -- en ekki í anda þess sem hann var. Saga Loðvíks er lík sögu margra annarra áhrifamanna í sögunni og í raun lík sögu allra sem hafa náð markmiðum sínum. Það er eins og mönnum komi það alltaf á óvart að lífið líður áfram þótt þeir séu sjálfir komnir í höfn. Það er ákaflega fátítt að mönnum takist að endurnýja viðhorf sín og aðlaga þau örum breytingum í samfélaginu þegar þeir hafa dvalið lengi á leiðarenda -- svo fátítt að það er ekki hægt að heimta það af mönnum að þeim takist það. Hitt er bæði mannlegt og eðlilegt -- í raun svo sjálfsagður hlutur að aðeins bláeygðustu bjartsýnismenn geta búist við öðru. Auðvitað rifja ég þetta upp vegna þeirrar stöðu sem Davíð Oddsson er í. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins af því að forveri hans hafði glutrað niður ríkisstjórn. Davíð tókst að skapa hér stjórnarfarslegan stöðugleika og úrskurðaði hverju sinni hvaða flokkur eða foringi var stjórntækur. Nú logar samfélagið í ófriði sem magnast við hverja tilraun Davíðs til að stilla hann. Samstarfsmenn Davíðs í ríkisstjórn eru komnir á fremsta hlunn með skilgreina hann óstjórntækan. Það er engu líkara en að jafnt sé á komið með honum og Loðvík; ævistarfið allt verði að engu gert á undraskömmum tíma. Munurinn er hins vegar sá að Loðvík dó frá öllu saman. Davíð er hins vegar enn í fullu fjöri og getur enn ráðið nokkru um hvernig mál þróast. Hann getur gert eins og Loðvík og bruggað gömul ráð eða hann getur reynt hið sjaldséða og eftirsóknarverða; að aðlagast breyttum aðstæðum. Við sjáum til hvað gerist. Hvora leiðina Davíð velur breytir minnstu fyrir okkur hin. Líf okkar mun líða áfram þótt það þurfi að skoppa yfir stjórnarslit og pólitískt þref. Við fylgjumst með Davíð af mannlegri forvitni til að vita hvort honum takist að gera gott úr vondri stöðu eða geri illt verra. Og það er í anda þessa máls sem fyrst og síðast er saga af stjórnkænsku Davíðs og glappaskotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Loðvík fjórtándi var glæsilegastur Frakkakónga og sá þeirra sem ríkti lengst. Hann erfði krúnuna fimm ára gamall, tók við völdum átján ára og hélt þeim þar til hann dó 77 ára, margsaddur lífdaga. Loðvík var sigursæll í stríði og vann ný lönd undir konungdæmi sín. Hann var umbótamaður í stjórnsýslu og byggði upp skilvirkt og viðbragðsfljótt ríkisvald. Hann var höfðingi mikill og blés í brjóst landa sinna stolti og sjálfstrausti. Í hans tíð voru Frakkar forystuþjóð í Evrópu -- ekki aðeins á einu sviði heldur flestum. Enn í dag sækja Frakkar aftur til þessa tíma hugmyndir um eigið ágæti og þörf annarra þjóða fyrir leiðsögn þeirra. En þótt ferill Loðvíks hafi verið glæstur endaði hann ekki vel. Hann hélt áfram ófriði á hendur nágrönnum sínum eftir að hafa tapað hernaðarlegum yfirburðum svo á endanum skilaði hann af sér minna Frakklandi en hann hafði fengið að erfðum. Hann stöðvaði ekki sívaxandi aukningu útgjalda vegna hernaðarbrölts og annarra umsvifa ríkisins þrátt fyrir að afl atvinnulífsins minnkaði. Hann dó því frá galtómum ríkiskassa og skuldugu þjóðarbúi. Sökum íhaldsemi elliáranna og getuleysi til að leita nýrra lausna við breyttum aðstæðum skildi Loðvík við Frakkland sem suðupott. Honum tókst ekki að slá á vaxandi misrétti innan samfélagsins eða dreifa völdum og missti í raun af breytingum i pólitísku landslagi. Það má segja að franska stjórnarbyltingin hafi verið óhjákvæmileg afleiðing af þessu getuleysi Loðvíks. Jafnvel sú tíska sem hafði vaxið í skjóli hans var orðin púkó þegar hann dó; fötin sem hann gekk í hlægileg, tónlistin sem hann hlustaði á væmin og dansinn sem hann sté tilgerðarlegur. Vandi Loðvíks var ekki sá að hann hafi tekið upp breytta og verri siði. Vandinn var að hann hélt sínu striki þrátt fyrir að samfélagið breyttist og staða hans önnur. Hann stjórnaði í krafti þess sem hann hafði verið -- eða þess sem hann minnti að hefði verið -- en ekki í anda þess sem hann var. Saga Loðvíks er lík sögu margra annarra áhrifamanna í sögunni og í raun lík sögu allra sem hafa náð markmiðum sínum. Það er eins og mönnum komi það alltaf á óvart að lífið líður áfram þótt þeir séu sjálfir komnir í höfn. Það er ákaflega fátítt að mönnum takist að endurnýja viðhorf sín og aðlaga þau örum breytingum í samfélaginu þegar þeir hafa dvalið lengi á leiðarenda -- svo fátítt að það er ekki hægt að heimta það af mönnum að þeim takist það. Hitt er bæði mannlegt og eðlilegt -- í raun svo sjálfsagður hlutur að aðeins bláeygðustu bjartsýnismenn geta búist við öðru. Auðvitað rifja ég þetta upp vegna þeirrar stöðu sem Davíð Oddsson er í. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins af því að forveri hans hafði glutrað niður ríkisstjórn. Davíð tókst að skapa hér stjórnarfarslegan stöðugleika og úrskurðaði hverju sinni hvaða flokkur eða foringi var stjórntækur. Nú logar samfélagið í ófriði sem magnast við hverja tilraun Davíðs til að stilla hann. Samstarfsmenn Davíðs í ríkisstjórn eru komnir á fremsta hlunn með skilgreina hann óstjórntækan. Það er engu líkara en að jafnt sé á komið með honum og Loðvík; ævistarfið allt verði að engu gert á undraskömmum tíma. Munurinn er hins vegar sá að Loðvík dó frá öllu saman. Davíð er hins vegar enn í fullu fjöri og getur enn ráðið nokkru um hvernig mál þróast. Hann getur gert eins og Loðvík og bruggað gömul ráð eða hann getur reynt hið sjaldséða og eftirsóknarverða; að aðlagast breyttum aðstæðum. Við sjáum til hvað gerist. Hvora leiðina Davíð velur breytir minnstu fyrir okkur hin. Líf okkar mun líða áfram þótt það þurfi að skoppa yfir stjórnarslit og pólitískt þref. Við fylgjumst með Davíð af mannlegri forvitni til að vita hvort honum takist að gera gott úr vondri stöðu eða geri illt verra. Og það er í anda þessa máls sem fyrst og síðast er saga af stjórnkænsku Davíðs og glappaskotum.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar