Lífið

Brandararnir gera ljóskur heimskar

Skrýtlur um heimskar „blondínur“ valda því að ljóshærðar konur verða vitlausari en annað kvenfólk. Þetta er fullyrt í niðurstöðum þýskrar rannsóknar sem hópur sálfræðinga stóð fyrir. Þeir lögðu gáfnapróf fyrir 80 konur með mismunandi hárlit. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að ljóshærðu konurnar leystu verkefni mun lakar en aðrar konur í hópnum, ef þær voru látnar lesa ljóskubrandara áður en prófið hófst. Talsmaður rannsóknarinnar segir niðurstöðurnar sýna að fordómar, sem fólk hafi í flimtingum og viti í raun að séu kolrangir, geti haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra sem fyrir þeim verða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.