Lífið

Spítaladvölin verður löng

Talsmenn söngkonunnar Courtney Love segja að hún muni þurfa að dveljast á spítala fram yfir næstu mánaðamót. Söngkonan átti að mæta í réttarsalinn á föstudaginn þegar dæma átti í einu af þremur málum hennar. Dómari málsins samþykkti að fresta dómsúrskurðinum fram til 6. ágúst þar sem söngkonan er á spítala. Hún gaf þó út þá fyrirskipan að ef Love skyldi yfirgefa sjúkrahúsið þá þyrfti hún að hafa samband við sig innan 24 klukkustunda. Lögfræðingar hennar hafa ekki viljað gefa fjölmiðlum upplýsingar um hvar söngkonan er en segja að spítalinn sé á austurströnd Bandaríkjanna. Málið sem átti að kveða upp dóm í er kæra sem Love fékk á sig í október síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin fyrir utan heimili fyrrverandi kærasta síns. Hún hafði þá brotið rúðu heima hjá honum og ætlaði inn í húsið, án samþykki hans. Love var þá grunuð að vera undir áhrifum lögseðilsskyldra lyfja, án þess að geta reitt fram lyfseðil.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.