Lífið

Væl-on

Strákarnir í 70 mínútum hafa vakið athygli með grínútgáfu sinni af sjónvarpsþætti stúlknasveitarinnar Nælon sem sýndur er á Skjá einum. Þeir kalla sig Væl-on. "Þetta er ekkert persónulegt. Okkur finnst bara gaman að gera grín. Það er engin pæling á bak við þetta," segir Pétur í 70 mínútum. "Við gerðum grín að kókauglýsingunni sem Eiður Smári var í og hann tók þátt í gríninu með okkur, Sveppi og Auddi gerðu svo eftirminnilega grín að Hjartsláttarþáttunum á Skjá einum. Þetta er bara það sama. Við klæðum okkur í kvennmannsföt og gerum asnalega hluti eins og stelpurnar í Nælon, veifum í myndavélarnar, förum í útvarpsviðtöl og tölum um hvað það sé erfitt að vera svona frægur," segir Pétur. Einn þeirra félaga, Auddi, talar um hvað það sé auðvelt að gera grín að þáttunum þar sem stelpurnar liggi vel við höggi. Þeir félagarnir eru allsendis ófeimnir við að gera grín að mönnum og málefnum sem þeir segja að sé bráðnausynlegt. Við skulum vona að í framtíðinni haldi þeir félagarnir áfram að vera eins skemmtilegir og ófyrirleitnir og þeir hafa verið hingað til.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.