Lífið

Graham leikur í Scrubs

Leikkonan Heather Graham mun koma við sögu í átta þáttum í fjórðu þáttaröð Scrubs sem hefst í Bandaríkjunum í haust. Mun hún leika hæfan sálfræðing sem á sjálfur í mestu vandræðum í einkalífinu. Graham er þekktust fyrir hlutverk sín í Boogie Nights, Swingers og Austin Powers: The Spy Who Shagged Me. Nýjasta mynd hennar er Cake þar sem mótleikkona hennar er Sarah Chalke sem fer með hlutverk Elliot Reid í Scrubs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.