Innrás vélmannanna 23. júlí 2004 00:01 Rússneska skáldið Isaac Asimov hafði velt afleiðingum gervigreindar fyrir sér löngu áður en Arnold Schwarzenegger setti upp sólgleraugun í fyrstu Terminator-myndinni. I, Robot var sú fyrsta í fimm bóka seríu sem fjallaði um það þegar vélmenni vakna til vitundar og gera uppreisn gegn skapara sínum, öllu mannkyninu. Fyrsta bókin, sem heitir sama nafni og myndin en er ekki mikið skyld henni hvað söguþráð varðar, var skrifuð snemma á fimmta áratugnum og var safn smásagna sem allar tengdust á þann hátt að fjallað var um samband vélmenna og manna. Saga kvikmyndarinnar gerist árið 2035 þegar vélmenni sjá um að þjóna mannkyninu í einu og öllu. Lögregluforinginn Del Spooner (Will Smith) rannsakar morð og svo virðist sem vélmaður sé flæktur inn í það. Spooner er bölsýnismaður á tækniframfarir mannkynsins og treystir ekki vélmönnunum. Starfsmenn fyrirtækisins, USA Robotics, þar sem morðið var framið fullyrða að enginn vélmaður geti skaðað manneskju, þar sem það sé gegn forritun þeirra. Spooner óttast að ef vélmaður getur brotið þessa reglu, þá sé ekkert til þess að stöðva vélmennin, til þess að yfirtaka allan heiminn. Spooner fær vélmannasálfræðinginn dr. Susan Calvin í lið með sér, sem hefur rannsakað hegðunarmynstur vélmanna. Saman óttast þau að mannkynið sé orðið háð vélmönnunum sem gefi þeim yfirhöndina komi til stríðs. Auðvitað fer svo allt í bál og brand og ótti Spooner reynist á rökum reistur. Mannkynið er allt í hættu. Hugmynd Asimov hefur verið nýtt í margar myndir og teiknimyndir. Hver man ekki eftir svipuðum söguþræði í gömlu frönsku teiknimyndunum Sú kemur tíð í ríkissjónvarpinu fyrir um tuttugu árum síðan? Og af einhverjum ástæðum líta öll vélmennin í myndinni út eins og Björk gerði í myndbandi sínu All is Full of Love. Þar voru þau þó öllu vinalegri. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Rússneska skáldið Isaac Asimov hafði velt afleiðingum gervigreindar fyrir sér löngu áður en Arnold Schwarzenegger setti upp sólgleraugun í fyrstu Terminator-myndinni. I, Robot var sú fyrsta í fimm bóka seríu sem fjallaði um það þegar vélmenni vakna til vitundar og gera uppreisn gegn skapara sínum, öllu mannkyninu. Fyrsta bókin, sem heitir sama nafni og myndin en er ekki mikið skyld henni hvað söguþráð varðar, var skrifuð snemma á fimmta áratugnum og var safn smásagna sem allar tengdust á þann hátt að fjallað var um samband vélmenna og manna. Saga kvikmyndarinnar gerist árið 2035 þegar vélmenni sjá um að þjóna mannkyninu í einu og öllu. Lögregluforinginn Del Spooner (Will Smith) rannsakar morð og svo virðist sem vélmaður sé flæktur inn í það. Spooner er bölsýnismaður á tækniframfarir mannkynsins og treystir ekki vélmönnunum. Starfsmenn fyrirtækisins, USA Robotics, þar sem morðið var framið fullyrða að enginn vélmaður geti skaðað manneskju, þar sem það sé gegn forritun þeirra. Spooner óttast að ef vélmaður getur brotið þessa reglu, þá sé ekkert til þess að stöðva vélmennin, til þess að yfirtaka allan heiminn. Spooner fær vélmannasálfræðinginn dr. Susan Calvin í lið með sér, sem hefur rannsakað hegðunarmynstur vélmanna. Saman óttast þau að mannkynið sé orðið háð vélmönnunum sem gefi þeim yfirhöndina komi til stríðs. Auðvitað fer svo allt í bál og brand og ótti Spooner reynist á rökum reistur. Mannkynið er allt í hættu. Hugmynd Asimov hefur verið nýtt í margar myndir og teiknimyndir. Hver man ekki eftir svipuðum söguþræði í gömlu frönsku teiknimyndunum Sú kemur tíð í ríkissjónvarpinu fyrir um tuttugu árum síðan? Og af einhverjum ástæðum líta öll vélmennin í myndinni út eins og Björk gerði í myndbandi sínu All is Full of Love. Þar voru þau þó öllu vinalegri.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira