Lífið

Svaf yfir sig

Bandaríski leikarinn George Eads, sem var rekinn úr þáttunum CSI eftir að hann mætti ekki á tökustað, segist hafa sofið yfir sig. Framleiðendur þáttanna töldu að Eads hafi ekki mætt vegna þess að hann fékk ekki þá kauphækkun sem hann hafði óskað eftir. Eads, sem fer með hlutverk Nick Stokes í þáttunum, segir að um mikinn misskilning sé að ræða. "Ég hlakka til að mæta aftur til vinnu," sagði Eads. "CBS heldur að málið snúist um peninga en svo er ekki. Ég svaf yfir mig og vaknaði þremur og hálfum tíma eftir að ég átti að mæta í tökur. Ég vil bara ná sáttum sem fyrst. CSI er stór hluti af mér." Jorja Fox, meðleikari Eads í þáttunum, var einnig rekinn fyrir að mæta ekki á tökustað á sama tíma og Eads. Þau höfðu bæði farið fram á umtalsverða launahækkun en fengið dræmar viðtökur yfirmanna sinna. Launaumslag þeirra hljóðaði upp á um sjö milljónir króna fyrir hvern þátt en alls eru 24 slíkir framleiddir á hverju ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.