Lífið

Eiríkur rauði og Leifur Eiríks

Kabarettinn Cuckoos hefur verið að gera það gott á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík að undanförnu en þar stíga á stokk margir af efnilegustu skemmtikröftum þjóðarinnar. "Ég stofnaði nýlega fyrirtæki með tveimur vinum mínum og við erum nú farnir á fullt skrið með að framleiða skemmtanir og vinnum einnig eins og umboðsskrifstofa fyrir skemmtanahöld," segir leikarinn Erlendur Eiríksson, sem margir þekkja úr uppsetningu Vesturportsins á Rómeó og Júlíu, en hið nýstofnaða fyrirtæki hans heitir Mid Atlantic entertainment and management. Kabarettinn er jómfrúarverkefni fyrirtækisins og jafnframt fyrsta leikstjórnarverkefni Erlends. "Við stílum sýninguna inn á ferðafólk og miðað við aðsóknina virðist hafa vantað eitthvað annað að gera fyrir útlendinga í Reykjavík en að fara í sund. Íslendingar hafa þó líka komið mikið til að horfa að undanförnu og það er gaman að finna hvað þetta leggst vel í fólk," segir Erlendur en kabarettsýningin er blanda af sólólögum, syrpum, göldrum og uppistandi. "Við byggjum sýninguna upp á óvæntri atburðarrás og þetta er svolítið eins og hjá gauknum sem skýst út úr klukkunni á klukkutíma fresti með söng og sprelli," segir Erlendur. "Hópurinn hefur líka skapað í sameiningu fjöldann allan af skrautlegum karakterum sem keppast við að koma fram," en meðal þeirra karaktera sem þvælast inn í kabarettinn er allt frá stefnumótaleiðbeinanda til Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar sem taka saman nútíma þríundarsöng.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.