Lífið

Útgáfu hugsanlega flýtt

Ef nýja U2 platan lekur á netið, eins og liðsmenn óttast eftir að disk með nokkrum af nýju lögunum var stolið af gítarleikaranum The Edge, ætlar sveitin að gefa plötuna strax út löglega í gegnum netið. Diskurinn ætti svo að skila sér í búðir tæpum mánuði seinna. U2 hafði verið að vinna að fylgifisk All That You Can´t Leave Behind í rúmt ár þegar disknum var stolið af gítarleikaranum við ljósmyndatöku í Nice, Frakklandi. Nýja platan, sem kemur til með að heita Vertigo, er þó enn ekki komin út á netið. Liðsmenn sveitarinnar reyna hvað þeir geta til þess að komast hjá því með aðstoð frönsku lögreglunnar. Fyrir stuldinn voru engin áform um að gefa út plötuna fyrr en seint í haust. "Ef platan kemur, gefum við hana strax út á iTunes sem væri algjör synd," segir Bono. "Það myndi rústa áralangri vinnu og margra mánaða skipulagningu. Og að ég tali nú ekki um hvernig það myndi rústa sumarfríinu okkar. En þegar hún er komin út, þá er hún komin út." Umboðsmaður sveitarinnar, Paul McGuinness hafði svo töluvert um málið að segja. "Upptökurnar hafa gengið svo vel. Sveitin er mjög spennt fyrir því að gefa plötuna út, og það væri algjör synd ef sveitin þyrfti að gefa út plötu sem þeim finndist ekki vera tilbúin." Lucian Grainge, yfirmaður Universal útgáfunnar sem gefur diskinn út segir þetta vera stórmál. "Týndi diskurinn er okkar eign og við værum til í að finna hann sem fyrst. Franska lögreglan hefur verið sérstaklega hjálpsöm við leitina."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.