Bjargvættur sýnd á Íslandi 23. júlí 2004 00:01 "Ég kem alltaf til landsins á sumrin til að fara í laxveiði í Borgarfirði eins og sannur Íslendingur," segir kvikmyndagerðarkonan Erla B. Skúladóttir sem er búsett í Bandaríkjunum og hefur þar í landi sópað að sér verðlaunum fyrir stuttmynd sína Bjargvættur. Erla er nú stödd á Íslandi og meðal annars til að halda sýningu á Bjargvættinum hérlendis. "Ég vil svo gjarna að Íslendingar fái að njóta myndarinnar," segir Erla en leikararnir Guðrún Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld og Ívar Örn Sverrisson eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í stuttmyndinni. "Myndin er á íslensku og tekin upp hér á landi," en kvikmyndatökumaðurinn, Brian Hubbard, hefur hlotið verðlaun fyrir kvikmyndatökuna í myndinni. "Myndin er íslensk í húð og hár og Brian Hubbard er meira að segja orðinn svo ástfanginn af landinu í kjölfarið að hann langar helst til að flytja hingað." Bjargvættur verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan 17.15. "Ástæðan fyrir því að ég held sýninguna nú er að það virðist alls staðar vera svo mikið peningaleysi að það lítur ekki út fyrir að ég komi myndinni til sýningar í sjónvarp hér heima. Til að vera samkeppnishæf á Edduverðlaununum í nóvember verður myndin að hafa verið sýnd opinberlega að minnsta kosti einu sinni og ég ákvað því að halda boðsýningu í Háskólabíói þar sem allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir," segir Erla en Bjargvættur er 28 mínútur að lengd. Stuttmyndin fjallar um fjórtán ára stelpu sem er send í sumarbúðir eftir að foreldrar hennar komast að því að hún er byrjuð að drekka. "Freydís Kristófersdóttir leikur aðalhlutverkið og hún og Kristjana Júlía Þorsteinsdóttir sem leikur vinkonu hennar í sumarbúðunum ætla báðar að mæta á sýninguna á morgun." En þess má geta að Bjargvættur var valin besta stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Nashville og verðlaunin veita myndinni rétt til að vera í úrtaki fyrir Óskarsverðlaunin. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
"Ég kem alltaf til landsins á sumrin til að fara í laxveiði í Borgarfirði eins og sannur Íslendingur," segir kvikmyndagerðarkonan Erla B. Skúladóttir sem er búsett í Bandaríkjunum og hefur þar í landi sópað að sér verðlaunum fyrir stuttmynd sína Bjargvættur. Erla er nú stödd á Íslandi og meðal annars til að halda sýningu á Bjargvættinum hérlendis. "Ég vil svo gjarna að Íslendingar fái að njóta myndarinnar," segir Erla en leikararnir Guðrún Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld og Ívar Örn Sverrisson eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í stuttmyndinni. "Myndin er á íslensku og tekin upp hér á landi," en kvikmyndatökumaðurinn, Brian Hubbard, hefur hlotið verðlaun fyrir kvikmyndatökuna í myndinni. "Myndin er íslensk í húð og hár og Brian Hubbard er meira að segja orðinn svo ástfanginn af landinu í kjölfarið að hann langar helst til að flytja hingað." Bjargvættur verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan 17.15. "Ástæðan fyrir því að ég held sýninguna nú er að það virðist alls staðar vera svo mikið peningaleysi að það lítur ekki út fyrir að ég komi myndinni til sýningar í sjónvarp hér heima. Til að vera samkeppnishæf á Edduverðlaununum í nóvember verður myndin að hafa verið sýnd opinberlega að minnsta kosti einu sinni og ég ákvað því að halda boðsýningu í Háskólabíói þar sem allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir," segir Erla en Bjargvættur er 28 mínútur að lengd. Stuttmyndin fjallar um fjórtán ára stelpu sem er send í sumarbúðir eftir að foreldrar hennar komast að því að hún er byrjuð að drekka. "Freydís Kristófersdóttir leikur aðalhlutverkið og hún og Kristjana Júlía Þorsteinsdóttir sem leikur vinkonu hennar í sumarbúðunum ætla báðar að mæta á sýninguna á morgun." En þess má geta að Bjargvættur var valin besta stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Nashville og verðlaunin veita myndinni rétt til að vera í úrtaki fyrir Óskarsverðlaunin.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira