
Viðskipti innlent
Uppgjör í dag
Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt í dag. Afkoman á fyrsta ársfjórðungi var betri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Össuri er spáð hagnaði á bilinu 2,2 til 3,3 milljónir dollara eða 157 til 236 milljónir króna. Uppgjörsmynt Össurar er Bandaríkjadollar. Erfiðleikar einkenndu síðasta rekstrarár Össurar, en afkoma fyrsta ársfjórðungs gaf fyrirheit um að þeir væru að baki. Markaðurinn bíður þess að uppgjörið í dag staðfesti þá þróun.