KB banki leiðir sænsku kauphöllina 26. júlí 2004 00:01 KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira
KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira