Viðskipti innlent

Skattaálagning 2004

Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 129,2 milljörðum króna og hækkar um 6,3% frá fyrra ári. Heildarfjöldi framteljenda árið 2004 var 229.665. Tekjuskattar til ríkissjóðs nemur alls 66,2 milljörðum króna og hækka um 7,5% milli ára. Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 6,4 milljörðum króna og hækkar um meira en 40% milli ára. Skýringa þessarar hækkunar er að leita í auknum arðgreiðslum og söluhagnaði hlutabréfa, meðal annars af erlendum hlutabréfum, en skattskyldur arður af þeim nær tvöfaldast milli ára. Þá fjölgar gjaldendum hans á ný, eða um liðlega 3% og eru þeir nú nær 77 þúsund. Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 63 milljörðum króna og hækkar um 5,1% milli ára. Framteljendum sem skattyfirvöld þurfa að áætla tekjur á fækkar um 13% milli ára. Enn þarf þó að áætla tekjur rúmlega 10 þúsund framteljenda. Framtaldar eignir heimilanna námu 1.669 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 11,6 % frá fyrra ári. Þeim sem telja fram skuldir vegna íbúðarkaupa fjölgaði enn meira eða um 3,6%. Skuldir heimilanna námu alls 656,8 milljörðum króna í árslok 2003 og höfðu þær vaxið um 12% frá fyrra ári. Álagningarseðlar verið sendir út en upplýsingar um álagningu er einnig hægt að nálgast á vef ríkisskattstjóra (www.rsk.is) með því að nota veflykilinn sem úthlutað var við dreifingu framtala síðastliðinn vetur. Álagning opinberra gjalda á lögaðila liggur fyrir í lok október.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×