Jón Ásgeir tekjuhæstur 2. ágúst 2004 00:01 Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira