Stöðugleiki forsenda alls 4. ágúst 2004 00:01 "Fjárlögin og stöðugleikinn í efnahagsmálum er forsenda alls annars og skiptir því meginmáli að leggja höfðuáherslu á þann málaflokk," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sem taka mun við embætti forsætisráðherra 15. september. Við myndun ríkisstjórnar var það hluti af samningi ríkisstjórnaflokkanna að þeir myndu skipta milli sín forsætisráðuneytinu. Halldór segir málefnin sem bíða hans í forsætisráðherraembættinu hefðbundin. Tímabil fjárlaga sé að renna upp og því muni efnahagsmál og atvinnumál verða hæst á baugi á næstunni auk málefna sem þeim tengjast, svo sem velferðarmál og skattamál. Ríkisstjórnin hefur þegar efnt hluta af ríkisstjórnarsáttmálanum er varðar skattamál með því að lækka og samræma erfðafjárskatt og lækka hátekjuskatt. Mun það því meðal annars koma í hlut Halldórs að stýra ríkisstjórninni í ákvörðunum um lækkun tekjuskatts og endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu, líkt og ríkisstjórnin hefur þegar lýst vilja sínum fyrir. Ekki áherslubreyting á embættinu Spurður um hvort áherslubreyting verði á embættinu segist Halldór ætla að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á undanförnum árum. "Það er ekki eingöngu mitt heldur allrar ríkisstjórnarinnar og þingmeirihlutans sem að baki stendur. Það er nauðsynlegt að eiga gott samstarf um þau málefni sem þarf að takast á við," segir Halldór. Hann segist ekki viss um að það breyti í sjálfu sér svo miklu fyrir Framsóknarflokkinn að flokkurinn taki við völdum í forsætisráðuneytinu. "Það liggur fyrir að þetta er samningur sem gerður var milli flokkanna. Aðalatriðið er það að núverandi ríkisstjórn geti skilað góðu starfi og haldi áfram að vinna að því að bæta afkomu þjóðarinnar. Ef það tekst þá er það vel," segir hann. Halldór vill ekkert segja um fyrirhuguð ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar, um þau verði tilkynnt þegar nær dregur. Samstarf stjórnarflokkanna gott Halldór gegnir um þessar mundir stöðu tveggja ráðherra í veikindum Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Aðspurður segir hann það ganga mjög vel og allt hafi farið fram með eðlilegum hætti til þessa. "Það er tiltölulega rólegur tími í stjórnmálum eins og er og engin sérstök erfiðleikamál uppi. Það sem mestu máli skiptir er að forsætisráðherra nái sínum fyrri styrk. Ríkisstjórnin mun leysa úr þeim málum sem upp koma," segir Halldór. Halldór neitar því að samstarfið milli flokkanna hafi stirðnað við átökin sem fylgdu fjölmiðlamálinu og lyktum þess. "Samstarfið milli flokkanna er gott, við þurfum eins og allar ríkisstjórnir að takast á við margvísleg málefni. Í öllum samsteypustjórnum kunna að vera mismunandi áherslur. Það eru einfaldlega dagleg verkefni íslenskra stjórnmála," segir hann. Fjölmiðlanefndin í startholunum Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að stefnt væri að því að nýtt og endurskoðað fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram á Alþingi fyrir áramót. Spurður um það sagði Halldór að engin tímasetning hefði verið ákveðin í því sambandi. "Ákveðið var að fjölmiðlanefndin myndi hefja undirbúning að nýju frumvarpi og mun stjórnarandstaðan meðal annars taka þátt í þeirri vinnu. Aðalatriðið er að koma því starfi af stað og gefa nefndinni það svigrúm sem þörf er á án þess að draga starf hennar um of á langinn, það er engum til góðs," segir Halldór. Aðspurður segir hann það ekki hafa verið rætt innan flokksins hvaða ákvæði þættu æskileg að hafa í frumvarpinu. Halldór neitar því að ágreiningurinn innan Framsóknarflokksins hafi verið jafn mikil og dregið hefur verið upp í fjölmiðlum. "Ég tel að fjölmiðlar hafi ýkt þessi átök. Það má segja að þetta hafi verið eins og veðrið nú um verslunarmannahelgina," segir hann. "Vont veður er miklu vinsælla fréttaefni en gott veður. Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að ýkja og gera meira úr því sem miður fer. Slæmar fréttir virðast meira áberandi í fjölmiðlum þessa dagana. Og leitin að þeim," segir Halldór. Samstaða um endurskoðun stjórnarskrár Vegna ákvörðunar forseta að synja fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar 2. júní kom upp áður óþekkt staða í íslenskri stjórnskipun og var því jafnvel haldið fram að stjórnskipunarkreppa hefði myndast. Greindi lögspekinga á um ýmis grundvallarákvæði stjórnarskrárinnar og í kjölfarið náðist pólitísk samstaða um að nauðsynlegt væri að hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fyrst. Forsætisráðherra hafði reyndar þegar gert það að umtalsefni sínu í kjölfar fyrirspurnar Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi síðasta haust. Halldór segir að allir séu sammála um að nauðsynlegt sé að fara ofan í ýmis atriði stjórnarskrárinnar. "Miklu máli skiptir að gera það með almennum hætti, ekki í ljósi einhvers ákveðins máls. Umfjöllun um stjórnarskrárbreytingu er allt annars eðlis en öll önnur mál. Hún varðar stjórnmálin almennt og starfssvið mikilvægustu embætta þjóðarinnar. Verið er að ræða málefni sem varða lengri framtíð og eiga við alla þá sem starfa að þessum málum. Það skiptir okkur miklu máli að við vitum hver mörk okkar eru, hvað getum við gert og hvað ekki. Þessi óvissa sem upp hefur komið og mismunandi álit um það hvað er heimilt að gera samkvæmt stjórnarskránni er mjög óþægileg," segir Halldór Ekkert alvarlegt komið upp Spurður hvers vegna síðastliðna sex áratugi hafi reglulega verið rætt á Alþingi um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána í heild sinni, en aldrei hafi orðið af því, segir Halldór að vissulega hafi hlutar hennar verið endurskoðaðir, svo sem ákvæði um kjördæmaskipun, mannréttindi og fleira. "Ásæðan er þó ekki síst sú að ekkert alvarlegt hefur komið upp í þessum efnum til þessa og því hefur ekki verið fjallað um valdheimildir og valdmörkin eins og stjórnarskráin segir fyrir um. Ég minnist þess aldrei á þeim þrjátíu árum sem ég hef verið á Alþingi að menn hafi gert ráð fyrir því að synjunarvaldi forseta yrði beitt," segir hann. Halldór segir að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé fyrst og fremst spurning um þá afstöðu hvort skjóta megi málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. "Þegar niðurstaða hefur fengist í því er að ákveða með hvaða hætti það eigi að vera. Hvort það eigi að vera fyrir atbeina forseta, Alþingis eða tiltekins hluta kjósenda," segir Halldór. Spurður hvernig niðurstaða megi nást í jafn umdeildu máli og þessu, segir Halldór að það sé gert með samtölum og samráði milli flokkanna. "Ef ekki næst samstaða um það verður meirihlutinn að taka af skarið eins og ávallt gerist í lýðræðislegu þjóðfélagi," segir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
"Fjárlögin og stöðugleikinn í efnahagsmálum er forsenda alls annars og skiptir því meginmáli að leggja höfðuáherslu á þann málaflokk," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sem taka mun við embætti forsætisráðherra 15. september. Við myndun ríkisstjórnar var það hluti af samningi ríkisstjórnaflokkanna að þeir myndu skipta milli sín forsætisráðuneytinu. Halldór segir málefnin sem bíða hans í forsætisráðherraembættinu hefðbundin. Tímabil fjárlaga sé að renna upp og því muni efnahagsmál og atvinnumál verða hæst á baugi á næstunni auk málefna sem þeim tengjast, svo sem velferðarmál og skattamál. Ríkisstjórnin hefur þegar efnt hluta af ríkisstjórnarsáttmálanum er varðar skattamál með því að lækka og samræma erfðafjárskatt og lækka hátekjuskatt. Mun það því meðal annars koma í hlut Halldórs að stýra ríkisstjórninni í ákvörðunum um lækkun tekjuskatts og endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu, líkt og ríkisstjórnin hefur þegar lýst vilja sínum fyrir. Ekki áherslubreyting á embættinu Spurður um hvort áherslubreyting verði á embættinu segist Halldór ætla að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á undanförnum árum. "Það er ekki eingöngu mitt heldur allrar ríkisstjórnarinnar og þingmeirihlutans sem að baki stendur. Það er nauðsynlegt að eiga gott samstarf um þau málefni sem þarf að takast á við," segir Halldór. Hann segist ekki viss um að það breyti í sjálfu sér svo miklu fyrir Framsóknarflokkinn að flokkurinn taki við völdum í forsætisráðuneytinu. "Það liggur fyrir að þetta er samningur sem gerður var milli flokkanna. Aðalatriðið er það að núverandi ríkisstjórn geti skilað góðu starfi og haldi áfram að vinna að því að bæta afkomu þjóðarinnar. Ef það tekst þá er það vel," segir hann. Halldór vill ekkert segja um fyrirhuguð ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar, um þau verði tilkynnt þegar nær dregur. Samstarf stjórnarflokkanna gott Halldór gegnir um þessar mundir stöðu tveggja ráðherra í veikindum Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Aðspurður segir hann það ganga mjög vel og allt hafi farið fram með eðlilegum hætti til þessa. "Það er tiltölulega rólegur tími í stjórnmálum eins og er og engin sérstök erfiðleikamál uppi. Það sem mestu máli skiptir er að forsætisráðherra nái sínum fyrri styrk. Ríkisstjórnin mun leysa úr þeim málum sem upp koma," segir Halldór. Halldór neitar því að samstarfið milli flokkanna hafi stirðnað við átökin sem fylgdu fjölmiðlamálinu og lyktum þess. "Samstarfið milli flokkanna er gott, við þurfum eins og allar ríkisstjórnir að takast á við margvísleg málefni. Í öllum samsteypustjórnum kunna að vera mismunandi áherslur. Það eru einfaldlega dagleg verkefni íslenskra stjórnmála," segir hann. Fjölmiðlanefndin í startholunum Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að stefnt væri að því að nýtt og endurskoðað fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram á Alþingi fyrir áramót. Spurður um það sagði Halldór að engin tímasetning hefði verið ákveðin í því sambandi. "Ákveðið var að fjölmiðlanefndin myndi hefja undirbúning að nýju frumvarpi og mun stjórnarandstaðan meðal annars taka þátt í þeirri vinnu. Aðalatriðið er að koma því starfi af stað og gefa nefndinni það svigrúm sem þörf er á án þess að draga starf hennar um of á langinn, það er engum til góðs," segir Halldór. Aðspurður segir hann það ekki hafa verið rætt innan flokksins hvaða ákvæði þættu æskileg að hafa í frumvarpinu. Halldór neitar því að ágreiningurinn innan Framsóknarflokksins hafi verið jafn mikil og dregið hefur verið upp í fjölmiðlum. "Ég tel að fjölmiðlar hafi ýkt þessi átök. Það má segja að þetta hafi verið eins og veðrið nú um verslunarmannahelgina," segir hann. "Vont veður er miklu vinsælla fréttaefni en gott veður. Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að ýkja og gera meira úr því sem miður fer. Slæmar fréttir virðast meira áberandi í fjölmiðlum þessa dagana. Og leitin að þeim," segir Halldór. Samstaða um endurskoðun stjórnarskrár Vegna ákvörðunar forseta að synja fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar 2. júní kom upp áður óþekkt staða í íslenskri stjórnskipun og var því jafnvel haldið fram að stjórnskipunarkreppa hefði myndast. Greindi lögspekinga á um ýmis grundvallarákvæði stjórnarskrárinnar og í kjölfarið náðist pólitísk samstaða um að nauðsynlegt væri að hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fyrst. Forsætisráðherra hafði reyndar þegar gert það að umtalsefni sínu í kjölfar fyrirspurnar Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi síðasta haust. Halldór segir að allir séu sammála um að nauðsynlegt sé að fara ofan í ýmis atriði stjórnarskrárinnar. "Miklu máli skiptir að gera það með almennum hætti, ekki í ljósi einhvers ákveðins máls. Umfjöllun um stjórnarskrárbreytingu er allt annars eðlis en öll önnur mál. Hún varðar stjórnmálin almennt og starfssvið mikilvægustu embætta þjóðarinnar. Verið er að ræða málefni sem varða lengri framtíð og eiga við alla þá sem starfa að þessum málum. Það skiptir okkur miklu máli að við vitum hver mörk okkar eru, hvað getum við gert og hvað ekki. Þessi óvissa sem upp hefur komið og mismunandi álit um það hvað er heimilt að gera samkvæmt stjórnarskránni er mjög óþægileg," segir Halldór Ekkert alvarlegt komið upp Spurður hvers vegna síðastliðna sex áratugi hafi reglulega verið rætt á Alþingi um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána í heild sinni, en aldrei hafi orðið af því, segir Halldór að vissulega hafi hlutar hennar verið endurskoðaðir, svo sem ákvæði um kjördæmaskipun, mannréttindi og fleira. "Ásæðan er þó ekki síst sú að ekkert alvarlegt hefur komið upp í þessum efnum til þessa og því hefur ekki verið fjallað um valdheimildir og valdmörkin eins og stjórnarskráin segir fyrir um. Ég minnist þess aldrei á þeim þrjátíu árum sem ég hef verið á Alþingi að menn hafi gert ráð fyrir því að synjunarvaldi forseta yrði beitt," segir hann. Halldór segir að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé fyrst og fremst spurning um þá afstöðu hvort skjóta megi málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. "Þegar niðurstaða hefur fengist í því er að ákveða með hvaða hætti það eigi að vera. Hvort það eigi að vera fyrir atbeina forseta, Alþingis eða tiltekins hluta kjósenda," segir Halldór. Spurður hvernig niðurstaða megi nást í jafn umdeildu máli og þessu, segir Halldór að það sé gert með samtölum og samráði milli flokkanna. "Ef ekki næst samstaða um það verður meirihlutinn að taka af skarið eins og ávallt gerist í lýðræðislegu þjóðfélagi," segir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira