Orðnar meiri en landsframleiðslan 4. ágúst 2004 00:01 Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira