Viðskipti innlent

Eimskip sameinast Faroe Ship

Öflugasta fyrirtækjasamsteypa í flutningastarfsemi á Norður-Atlantshafi hefur orðið til með sameiningu Eimskips og stærsta skipafélags Færeyja. Tilgangurinn er að efla þjónustu Eimskips á Norður-Atlantshafi. Eimskip og Faroe Ship hafa verið markaðsleiðandi fyrirtæki hvort á sínum heimamarkaði um áratuga skeið. Færeyska félagið er jafnframt eitt stærsta fyrirtækið í Færeyjum með um 200 starfsmenn og þrjú skip í siglingum á milli Færeyja, Skotlands og Danmerkur. Félagið rekur fjórar skrifstofur í Danmörku ásamt flutningsmiðlunarfyrirtækinu Spedition Atlantic sem er í Danmörku og er sérhæft í landflutningum og flutningum á frystum og kældum sjávarafurðum um alla Evrópu. Núverandi hluthafar Faroe Ship munu með samningnum fá DKK 100 milljóna greiðslu og eignast tæplega 6% hlut í Eimskip. Burðarás hf. mun á móti eiga rúm 94% í Eimskip. Heildarvelta Faroe Ship og Eimskips í Færeyjum er áætluð 4-5 milljarðar króna eftir sameiningu., og mun árleg heildarvelta Eimskips samstæðunnar verða á milli 28-30 milljarðar króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×